Laugardagur til lukku
11.11.2007 | 10:59
Gærdagurinn byrjaði ekki vel í gær. Ég fór inn á einkabankann til að millifæra og sá þá mér til skelfingar að ég átti aðeins 10,000 kr eftir til að lifa af mánuðinn. AAAAh! Hvað á ég að gera? Að vísu var visa-kortið mitt í plús, ég vissi ekki að það væri hægt. En það voru einhverjar dularfullar færslur á kortinu mínu, sem visa endurgreiddi. Svo í fyrsta skipti í heiminum var visa-kortið mitt með inneign, skrítið. En lítil huggun í visa því debet var næstum tómt. Ég sá fyrir mér að myndi lifa á vörum úr 99 búðinni. En Bragi bekkjarfélagi minn verslar mikið þar. Einn daginn var það niðursoðið spaghetti í tómatsósu en núna eru það aðallega muffins-kökur. Það niðursoðna var að vísu svo vont að hann borðaði það með nasirnar stíflaðar með snýtubréfum. Einhvern veginn langaði mig ekki að sigla þann sjó er Bragi valdi. En þegar neyðinn er mest er hjálpin næst.
Kaupfélag Héraðsbúa ákvað sem sagt að veita mér smá styrk, sem gerir mér kleyft að lifa af þennan mánuð. Með þeirri reisn sem fátækur námsmaður á skilið. Lifi K.H.B!
Athugasemdir
Kaupfélagið farið að keppa við Landsbankann í menningu :) Fékkstu sent kjötfars og egg?
Helga (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 11:17
Landsbankinn sagði nei,KHB sendi íslenskar kr.
Unnar Geir Unnarsson, 11.11.2007 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.