Dans á rósum?
18.11.2007 | 00:16
Ég hef alveg gleymt að segja ykkur frá nýja dansi hommalingnum, held ég. En sem sagt við erum núna að læra sögulega dansa. Frá upphafi til okkar tíma, fólk var svolítið rólegra í tíðinni þarna í den. Við erum aðallega að labba um í halarófu, en þetta er stuð. En kennarinn er sérstakur. Hann er með voða stórann haus, maga og rass en mjóa hand- og fótleggi. Hann er svolítið eins lítið barn með kýraugu. Ekki eins og skip eða bátur heldur meira eins og belja. En hann kennir vel og er skemtilegur og við hlægjum öll mikið saman. Hann hefur að vísu ekkert talað um fæturna á mér en það gerði hins vegar afleysingar ballet-drengurinn og hann er sko alvöru balletdansari, jebb.
En hinn hommalingurinn sem "kennir" okkur ballroom og latin. Hann er ekki mitt uppáhald, ó nei heldur betur ekki.
Síðasti tíminn á föstudögum er Ballroom með bitra bretanum með aðeins of stór brosinu. Núna síðasta föstudag vorum við að læra vals sem er nú ekkert sérstaklega flókin dans. En ég einhvern veginn tókst að klúðra honum og dansaði um allt einn mín liðs í 10 mín. og vissi ekki betur en ég væri að gera góða hluti. En það var nú ekki alveg, því þegar ég var komin með dömu upp á armin fór að halla á ógæfu hliðina. Hann bannaði mér að stoppa og sagði mér að halda áfram því herrann verður alltaf að halda áfram hvað sem gengur á. Já en... Ekkert já en bara halda áfram, En... Nei, bara dansa, Já en ég... Þannig gekk þetta þar til mig langaði að brjóta hausin af gula pólobols klæddum búknum. Ég sagði honum að ég væri hér til að læra dans og ef ég ætti að halda áfram þyrfti ég að vita hvað ég væri að gera. Nei hann hélt nú ekki, bara halda áfram það væri svo mikilvægt. Hann braut samt odd af oflæti sínu, og kenndi mér grunnsporin að lokum. En djöfull var ég reiður að hafa sóðað 20 mín af tímanm í þetta rugl. Því ekki kann ég vals nú frekar en þegar ég gekk inn í salinn. Svo dönsuðum við jæf eða eitthvað svoleiðis, það gekk allt í lagi. Þar til við fórum úr byrjanda takti yfir í atvinnumanna hraða á 2 mín. Hann er bara eitthvað stressaður karlinn, vill kenna okkur alla dansana, en við kunnum enga 100%. En við verðum kannski fljót að rifja þá upp og ná þeim alveg, ef við þurfum. En hann þarf eitthvað að taka til hjá sér maðurinn.
Annars er ég bara að einbeita mér að sjálfum mér og er hættur að láta hina og þeirra vandamál trufla mig. Því eftir allt er ég í þessu fyrir mig, ekki satt? Ótrúlegt hvað ég var fljótur að breytast í leiklistarnema. Tala bara um mig og mín vandamál, það er varla að maður viti hvað er að gerast í heiminum. En ég ætla nú bæta úr því og vera duglegri að fylgjast með heiminum, og stækka sjóndeildarhringinn. Ég sá stjörnurnar á föstudagskvöldinu, sko alvöru stjörnurnar á himninum, og var hugsað heim til íslands. Ég fann líka fyrir söknuði til hans Hákons litla míns.
Blessi ykkur
Athugasemdir
Ef þú lærir svona hópdansa sem voru aðalmálið á viktoríutímanum verðurðu að fylgjast vel með og dansa við mig þegar þú kemur aftur... ég á sko Hroka og hleypidóma á dvd sem við getum haft í bakgrunninum.
Helga (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 13:35
hæhæ...gaman að þú skildir fá að sjá stjörnurnar loksins ég sé þær nú á hverju kvöldi heh....
Aðalheiður (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 17:31
Og ef þú lærir Bollywood-dansa, þá panta ég danstíma um jólin takk! Það hlýtur að vera glaðasta danshefð í heimi.
Agnes (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 07:33
ég vona bara að þú setjir ekki upp dansvipinn fræga þegar þú ert í öllum þessum danstímum.. múhahahaha
Það verður svo heitt á könnunni og nýbakaðar jólakökur á stokkseyri þegar þú kemur heim :)
Hildur (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.