Frí

Jæja, í kvöld kom ég snemma heim eða um 9. Það kalla ég bara nokkuð gott, en alla þessa viku hef ég verið að koma heim um tíu til að ganga eitt og svo mætt eldhress og skrækkur í yoga klukkan hálf níu. En ég er ekki að kvarta, þetta er puð en svona er þetta bara, mér leiðist alla vega ekki á meðan.

Ég fór í Ikea með Amel skólabróður mínum á sunnudaginn. Hann er svíi þannig fyrir hann var þetta eins að koma heim. Ég er ekki frá því að það var einhvern heimilisleg tilfinning sem blossaði upp í mér líka við að labba inn í ikea. Ég á allavega meira heima þarna en bretarnir. En hann Amel hafði sem sagt boðið mér í hádegismat, ég bara vissi ekki að það yrði í Ikea. Þannig við nöguðum kjötbollur áður við skelltum okkur í hringiðuna. Ikea heima er stórt en hér er það risastórt! Hérna getur maður mátað heilu íbúðirnar og ímyndað sér að þar eigi maður heima. Leiklistarnemarnir misstu sig alveg og dunduðu sér lengi við að koma sér fyrir og prufa þennan eða þennan stíl á heimilum. Hann Amel tekur Ikea samt alvarlegra en ég, hann var að versla. Eftir að við höfðum skoðað sömu tvær myndirnar í 20 mín. var ég orðinn frekar máttlaus. En hann er sem sagt að skreyta herbergið sitt, ég þakkaði bara guði fyrir að hann býr bara í herbergi en ekki íbúð. Annars hefði þetta tekið allan daginn. Hann er að vísu í góðum peninga málum svo við tókum taxa heim, það var ljúft. Ég hjálpaði honum að bera vörurnar inn, og í staðin var mér boðið í te. Hann Amel vinur minn er ekki alveg að feta sömu stíga og flestir aðrir. Hann sýndi mér myndir af sjálfum sér sem hann átti bæði í símanum og í tölvunni. Svo dansaði hann fyrir mig dans úr Chicaco söngleiknum. Þarna satt ég sem steinrunninn í sófanum, og hugsaði hvernig endar þetta eiginlega. Sem betur fer róaðist hann nú og við gátum talað saman í rólegheitunum, eins og fólk gerir í teboðum. Alltaf gaman að kynnast skemmtilegu fólki.

Annars hef ég fréttir af stelpunni em ég hef kallað gaddfreðna fuglahræðu, hún var að leikstýra mér í gærkvöldi og hún er bara fínn leikstjóri. Mér leið eins í alvöru leikhúsi, en ekki ruglubulluveröld gargandi skanndinava eins á æfingum hingað til. Prumpleikritið var rakkað niður á eftirbrennslu fundi. Sem bjargaði áliti mínu á skólanum. Skólastjórinn sagði að tveggja ára barn hefði getað gert betur. Hana nú,hreint og beint.

Annars er ég að verða annsi breskur. Farinn að ganga með regnhlíf og svona. Þegar hlífin blæs upp get ég lagað það með einni handsveiflu, eins og heimsborgarinn sem ég er. Svo tek ég strætó í skólann núna, miklu betra fyrir sálartetrið að sitja í dagsbirtu frekar en þarna lengst undir sjávarmáli í lestarkerfinu.

Ég hlakka til jólanna, og að hitta ykkur öll.

Sæl að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ...alltaf gaman að kynnast nýju fólki...en það er aldeilis að þú ert orðinn mikilll heimsborgari bara með regnhlíf og allt  en gott að heyra að þér leiðist allavega ekki en bæbæ....

btw.ma und pa biðja að heilsa þér

Aðalheiður (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 23:18

2 identicon

Fretti alltaf af ther i gegnum Hrefnu en nu get eg fylgst med sjalf!

Frabaert ad sja hvad ther gengur vel. Kannski vid gomlurnar (eg og Hrefna) komum og heimsaekjum thig til London...

kvedja, Guja

Guja (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 10:04

3 identicon

Hellú

Var nokkuð ..ekki til en væntanlegt "dagur í IKEA eða er það bara á Íslandi sem þeir hafa þannig daga?

 Við bíðum spennt eftir að fá þig heim. Ryðjumst þá til Hildar í vöfflukaffi á Stokkseyri

 Knús og kossar stóra systir

Ída (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband