Tveir moguleikar

Hlynur Gaut a thessa sogu, a mjog vel vid.

Jerry er yfirmaður á veitingastað í Bandaríkjunum. Hann er alltaf í góðu skapi og hefur alltaf eitthvað jákvætt að segja. Þegar hann er spurður hvernig hann fari að þessu svarar hann alltaf: "Ef ég gerði þetta betur þá væri ég tvöfaldur".

Margir af þjónunum hans sögðu upp starfinu sínu þegar Jerry skipti um vinnustað og eltu hann á nýja veitingastaðinn. Hann er frábær í að hvetja fólk segja þeir, og þegar einhver starfsmaður átti slæman dag kom Jerry alltaf og sagði þeim hvernig þeir ættu að horfa á björtu hliðarnar á öllu.

Ég varð soldið forvitinn og vildi sjá hvernig þetta gengi fyrir sig. Ég talaði við Jerry og spurði hann hvernig hann færi að þessu? Jerry
svaraði: "Á hverjum morgni þá vakna ég og segi við sjálfan mig, ég á 2 möguleika í dag, ég get valið að vera í fúlu skapi, og ég get valið að vera í góðu skapi, ég vel alltaf að vera í góðu skapi. Alltaf þegar eitthvað slæmt gerist þá get ég valið að vera annaðhvort fórnarlamb, eða ég get lært af þessu, ég vel alltaf að læra af mistökunum. Alltaf þegar einhver kvartar við mig þá get ég valið að sætta mig við það eða að vera jákvæður og horft á kvörtunina frá jákvæðu hliðinni, ég vel alltaf að horfa á kvörtunina frá jákvæðu hliðinni.

Mörgum árum síðar þá heyrði ég að Jerry hafi gert svolítið sem enginn veitingahúsa eigandi í Bandaríkjunum á að gera, það er að skilja bakdyrnar að veitingastaðnum eftir opnar, það ruddust 3 vopnaðir menn inn í eldhúsið hjá honum og rændu hann, þeir miðuðu byssum á Jerry og heimtuðu að hann opnaði peningaskápinn, en Jerry var dauðhræddur og átti erfitt með að muna talnaröðina, og í látunum skutu mennirnir Jerry. Til allrar hamingju fannst Jerry fljótlega þar sem hann lá í blóði sínu og var sendur á sjúkrahús í snarhasti. Eftir 18 tíma aðgerð og margra vikna meðferð var Jerry sendur heim, en samt með nokkrar byssukúlur enn í líkamanum.

Ég hitti Jerry ca 6 mánuðum eftir árásina. Þegar ég spurði Jerry hvernig hann hefði það svaraði hann: "Ef ég hefði það betra þá væri ég tvöfaldur, viltu sjá örin?" Ég afþakkaði. "Það fyrsta sem flaug í huga mér þegar ég var skotinn var að ég hefði átt að loka bakdyrunum", sagði Jerry, "en svo mundi ég að ég hafði 2 möguleika, ég gæti valið að lifa eða að ég gæti valið að deyja, ég valdi að lifa".
Varstu ekki hræddur? spurði ég. "Læknarnir voru góðir, þeir sögðu mér að ég myndi ná mér, en þegar þeir rúlluðu mér inn á skurðarstofuna þá sá ég í andlitum þeirra að þeir hugsuðu "hann er dauðans matur", þá varð ég verulega hræddur og vissi að ég þyrfti að taka til minna ráða". Hvað gerðir þú? spurði ég. Það var þarna stór og mikil hjúkrunarkona sem var alltaf að kalla einhverjar spurningar til mín, sagði Jerry, Hún spurði t.d. hvort ég væri með ofnæmi fyrir einhverju, "já" sagði ég. Læknarnir og hjúkrunarfólkið hætti öllu og beið eftir að ég héldi fram. Ég dró djúpt andann og svaraði "byssukúlum". Þau hlógu en ég sagði þeim að ég hefði valið að lifa. "Verið svo góð að vinna með mig sem ég væri lifandi en ekki dauður". Jerry lifði af vegna þess að læknaliðið gerði frábæra hluti, og vegna hans frábæru lífssýnar.

Ég lærði af Jerry að á hverjum degi þá getur maður valið að njóta lífsins, eða að hata það. Það eina sem er án efa þitt, og enginn getur tekið frá þér er þitt viðhorf og þín afstaða til lífsins. Og ef þú passar upp á þetta og hlúir að því þá mun allt í lífinu verða auðveldara.

Takk, Hlynur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband