Önnin á enda

Jæja, loks er önninni lokið. Loksins. Henni lauk í gær með jólatónleikum. Þetta var venjulegur ASAD dagur, við mætum kl. 11 til að rífa niður leikmynd, sem notuð var í útskriftar verki eins leikstjórans(Ég keyrði hljóðið á sýningunni sem stóð til 23.). Og svo hófust æfingar, eftir æfingaringar var keyrt í gegnum allt prógrammið. 10 mín. seinna var svo sýning. Kosturinn við þetta kerfi að maður verður ekkert stressaður, það bara ekki tími til þess. Ókosturinn er að maður ruglast svolítið í ríminu og veit ekki alltaf hvað er upphaf og endir. Ég söng Caro mio ben (Með nýju röddinni, já ég er komin með nýa óperurödd (Svona fullorðins rödd.)) og White Christmas. Ég hef sungið bæði áður og gekk vel, þó ég gleymdi að syngja á tímabili. Ég var svo mikið að leika, sjáiði til.

Eftir tónleikana var svo partí. En fyrst þurftum við þó að rífa niður sætaraðirnar, og stilla upp borðum og smyrja samlokur og skreyta og stilla upp hljóðgræjum og sitt hvað fleira. Alltaf stuð í ASAD. Ég steig á stokk og talaði um hversu sértök við erum sem komum frá íslandi, kannski óþarfi að nefna það, en það var fyndið. Svíarnir skemmtu líka en þeirra grín var á sænsku, þannig það fór bæði ofan garðs og neðan.

En nú er ég á leiðini heim. Búin að tékka mig út, og mæting út á völl kl 5. Þannig nú hef ég smá tíma til að dunda mér. Ætla að kíkja einu sinni enn á Oxford street, ég á nefnilega eftir að kaupa gjöf fyrir Aðalheiði. Annars er allt til nema jólakortin. Ég skrifa þau nú bara seinna. ;)

Lifið heil sé ykkur á íslandi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ví! Hlakka til að sjá þig :)

Helga Elísabet (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 12:18

2 identicon

hæ sæti..ég vona að þú kaupir eitthvað viskulegt handa mér annars hlakka ég bara til að hitta þig  bbæ

aðalheiður (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.