Ég elska jólin

Ég elska þetta allt saman. Þetta er tíminn sem allir leggja sig fram um að vera í góðu skapi og gleðja aðra. Við leyfum okkur að vera væmin, hlustum á tónlist sem við mundum aldrei undir nokkrum öðrum kringumstæðum hleypa inn fyrir hljóðhimnurnar en bara vegna þess að orðið jól kemur fram í textanum elskum við tónana. En fyrst og fremst erum við öll að hugsa um aðra en okkur sjálf. Sjáiði bara hvaða áhrif það hefur. Ég er að ljúka við að pakka inn gjöfunum og nú get ég ekki beðið eftir að sjá fólkið mitt opna þær. AAAAhhhhh mikil blessun er þetta, ekki satt?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkominn heim kæri vin. Ég tók þátt í skoðanakönnunninni (shit! er þetta skrifað svona?!) :)

Ég var ekki viss með heimilisfangið þitt hérna heima, hvort þú værir enn á sama stað svo þú færð bara "jólakortið" hérna... Ég óska þér gleðilegra jóla Unnar minn. Ég vona að þú hafir það sem allra best yfir hátíðirnar í góðum föðmum og að gæfa & gleði fylgi þér yfir í nýja árið.

Jólakram og knús.

Tinna.

P.s. Hefur gjöfin sem ég sendi yfir hafið fyrir löngu ekkert skilað sér?

Tinna (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband