Helgarfrí

Jæja, helgin sigldi ljúflega inn í þetta sinn. Engar kvöld æfingar og ekkert að æfa um helgina. Við skelltum okkur í leikhús í gær. Etta líkamsleikhús kennarinn okkar átti eitt verk á svona dansleikshátíð. Þarna voru þrjú verk sett upp okkur til skemmtunar og umhugsunar. Fyrsta verkið var rusl. Kannski skildi höfundurin það en hvorki við áhorfendur né dansararnir skildum hvað um var að vera. Annað verkið byggði á frábæri hugmynd. Árið 1913 ,held ég að það hafi verið, steig á svið í scala óperunni rússnesk ballerína. Töfrar hennar voru þvílíkir að hljómsveitarstjórinn gleymdi eða gat ekki stjórnað hljómasveitinni. Þannig ballerína dansaði í þögn í 5 mín. Þegar hún svo steig af sviðinu þá vaknaði stjórinn til lífs og hljómsveitin hóf að spila tónlistina sem leika átti undir dansinum. Áhorfendur horfðu því fyrst á dansinn og hlustuðu því á næst á tónlistina sem leika átti undir. Það sem danshöfundurinn gerði var að brjóta ljóðalestur niður 4 hluta. Fyrst var það hreyfingin, svo hlutirnir, því næst tónlistin og að lokum orðinn. Hann sem sagt sýndi okkur hvernig maðurinn hreyfði sig algjörlega í þögn og án þess að snerta nokkuð sem á sviðinu var. Þá sýndi hann okkur hvernig hlutirnir myndu bregaðst við snertingu og hreyfingum mansins. Til dæmis hreyfði hann hljóðnemann og lyfti upp glasi og svoleiðis eins og maðurinn hefði gert. Þá spilaði hann tónlistina fyrir okkur og svo las hann textann sem maðurinn flutti. Verk kennarans okkar var lang skemmtilegast og miklu meira í ætt við dansleikhús en það sem á undan hafði gengið. Það fjallaði um par og mann sem áttu sama borðið bókað á veitingahúsi. Skemmtileg og falleg að horfa á.

Annars var fyrsti Ballroom danstíminn í gær. Og vitið hvað? Það var bara gaman. Kannski gerðist e-ð í jólafríinu. En alla vegana hló ég bara að öllu sem hann sagði þennan daginn.

Jæja, ég ætla að koma mér út í sólina...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ohh ég vildi að það væri SÓL hérna !!!

Aðalheiður (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband