Heimþrá
27.1.2008 | 12:32
Eins og það er gott að sitja hér í sólinni. Þá engist ég hér um af heimþrá í snjóinn, bylinn og ófærðina. Að sitja heima við og kertaljós og hlusta á fréttir af lokuðum götum, skólum og fólk beðið um að halda sig heima. Ég er alltaf fyrsti maðurinn til að hlýða þig því kalli. Ég lít á það sem samfélagslega skyldu mína að halda mig heima. Og helst í sama herberginu, hreyfa mig sem minnst úr sófnum.
Annars gekk sýningin vel í gær og líka á föstudaginn. Ég fékk jákvæða dóma og fólk bara hrifið af söngnum. En samt eru einhverjir abbó, af því ég er 1. árs nemi. En hvað með það, ég er líklega að búa þetta til í höfðinu á mér.
Ég sá ref skokka eftir götunni minni um daginn. Ég hef aldrei séð ref svona nálægt mér. Svo eru íkornar á svölunum hjá okkur á morgnanna. Þannig nátturan er vissulega hér í london. Maggi mús er ennþá í eldhúsinu, vitum ekki alveg hvenær hann ætlar að flytja út. En við ætlum að fara rukka hann um leigu. Því hann tekur engan þátt í heimilishaldinu. Kúkar bara á eldhúsbekkinn.
Tvær vikur í miðannar frí. Ég ætla að vera hér í london. Verð að venjast því að búa í london. Get ekki alltaf verið að fljúga heim. Það kostar líka, sérstaklega núna þegar pundið er svona hátt. Davíð minn er ekki eitthvað sem þú getur gert?
Var að fatta að eins mikið sem ég reyndi að forðast ljósa- og tæknivinnu almennt, þegar ég vann í óperunni. Þá hefur sú litla reynsla sem ég varð mér útum aldeilis reynst mér vel. Því ég varð að hanna lýsingu og keyra ljósin á sýningunni. Auk þess sem leikmyndarsmíðin gegnum tíðina kom að gagni. Því með reynslu að baki þorir maður frekar að hella sér í eitthvað sem maður kann kannski ekki alveg að fullu.
Jæja, gaman af þessu.
Næstu dagar verða strangir. Ég leik í annari útskriftarsýningu aðra vikuna í febrúar. Ég sný baki í áhorfendur allan tíman og segi ekki orð. Ég er nefnilega að leika annan sem er á sviðinu á sama tíma, því hann leikur tvö hlutverk. Já, þetta er öll listin sem við 1.árs nemarnir fáum að flytja. Svo er ég í nokkrum smá sýningum. Sit og horfi á sjóinn, geng inn og tek upp ferðatösku eða lyfti upp kössum. Þetta eru svona týpísk 1. árs nema hlutverk. Gott að halda Unnari Geir niðri á jörðinni með því að minna hann á forvinnuna, sem þarf að vinna.
Blessi ykkur í bili
Athugasemdir
Þú getur hætt með heimþránna nú er rigning og rok og snjórinn að hverfa sem og brosið á jeppamönnunum. Fáum við kannski myndir af íkornunum?
Kv Ída
Ída (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 14:42
iss, njóttu þess að vera í sólinni, minningin um snjóinn er bara minning, ekkert annað, ef þú værir hér í snjónum myndir þú bara gráta og bíða eftir sólinni líkt eins og við hin, njóttu sólarinnar, það er meira en við getum gert
bryndís (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 07:37
þú ert snillingur ég er alltaf að segja það, gettu á hvað ég var að horfa í gær!!!!!!!Þig í brúðkaupinu mínu aaahahahahaha og þetta er hryllilega fyndið, við verðum að endurtaka þetta, samt ætla ég ekki að fara að standa í að skipta um kall, þú getur bara sungið, en kemurðu heim um páskana?????
knús til nýjasta leigjandans
kv
adda
adda (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 12:48
Já blessaður vertu hér er núna skítaveður, við erum meira í að öfunda þig sjáðu, upplifa eitthvað nýtt og krefjandi hvern dag. Heimþrá er kannski bara tilfinningin sem segir þér að koma heima að námi loknu ............! :-) frekar en að verða star (una star) í London sjáðu. Þú ert að þroska þig og sprengja upp hvern dag. Við erum meira í einhverju lulli hér! blessaður vertu!
Mundu eftir þessari heimþrá þegar þú ferð að vinna með Judy Law... eða...Nú getur þú svo farið að vinna í Leikfélagi Reykjavíkur, þekkir þú ekki nýja leikhússtjórann :-) Atvinnutilboðunum fer að rigna inn til þín...................... e. 2 ár!
Kv. Hrefna
Hrefna (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 10:03
Knús til þín og kveðjur til Magga Músar.
Helga (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 20:20
hættu þessu væli
bestu kveðjur úr sveitinni (erum að fá kisurnar okkar um helgina. Mega skemmtilegt)
Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 17:39
Passaðu þig á íkornunum! Þessi kvekendi bíta!
Agnes (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 09:31
Alltaf gaman að lesa bloggið þitt karlinn - passaðu að bræða ekki úr heilanum með öllu þessu brambolti í huganum. Hér er eitthvað um 7 stiga frost og á að bæta í frostið fram á sunnudag brrbrrbrr. Njóttu þess bara að vera í sólinni með Magga mús.
Erna ferna (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.