Mánudagur

Mánudagur þarf að segja meira. Eftirmál helgarinnar enn í kroppnum og hugurinn ekki alveg eins fín stiltur og best verður á kosið. En þetta lagast sem líður á daginn. Núna eru þrjár vikur eftir af önninni sem þýðir að í næstu viku eru blessuð prófin. Þið sem hafið fylgt þessu bloggi frá upphafi munið að þá fyrst byrjað stríðið. Þá er æft öll kvöld og helgarnar nýtar til hins ýtrasta. Þannig nú er tíminn til að safna orku og stilla hugann fyrir ruglið. Þessi önn hefur þó siglt mun lygnari sjó en sú fyrri. Mér finnst ég líka njóta mín betur og á móti fæ ég meira krefjandi verkefni. Þannig ekkert nema gott um það að segja.

Sýningin á Draumnum gekk mun betur en ég þorði að vona. Mest er það leikstjóranum að þakka en hún er kennari við skólann, og sannaði fyrir mér að rétt fólk getur notað vísindin til að skapa gott leikhús. Ég vona að ég réttist í þá átt.

 Ég hef verið að hitta gamla vini frá ISH-heimilinu mínu fyrrum upp á síðkastið. Það jafnast ekkert á við að blanda geði við fólk sem ekki alltaf er að blaðra um vísindin. Í gærkvöldi buðu þeir mér að koma yfir og spjalla. Þegar ég kom var e-ð partý í gangi. Öll borð voru full af bjór, pítsur og snakk eins og hver gat í sig látið. Allt til alls nema fólkið. Þannig var að fyrsta hæðin ætlaði að halda partý svo allir á fyrstu hæð gætu blandað geði. En enginn mæti. Þannig partýið breytist í Pink-ISH partý sem er félag homma og lesbía sem búa á ISH. En enginn mæti, þannig við bara spiluðum Trival og nöguðum pistur og drukkum öl. Þarna sat ég sem sagt í hópi fimm annara hommalinga á sunndagskvöldi og gagnrýndi klæðaburð söngkvenna á MTV og reyndi mitt besta að svara spurningum um breska forsætisráðherra og sápu óperur. Ég var í liði með hollenskum læknanema(Sem vissu nú ekki mikið) og gekk okkur frekar illa til að byrja með. En eftir því sem leið á kvöldið og bjórunum fækkaði fór heldur að síga á ógæfu hliðina hjá hinum liðunum. Hvorugur okkar drakk, enda reglu menn miklir. Lorenzo(ítali) og Ozzi(pakstani) voru meira að spá í andlitsmálningu en spurningunum, Adrian(Boliviu) og Make (Englandi) voru meira að spá  hvor í öðrum. Þannig þetta hafðist að lokum. En þetta var nátturulega ekkert á við að spila við Öddu og co. að sjálfsögðu ekki.

En í kvöld eru æfingar, fyrst er ég fúll liverpúlari en áður en ég fer heim fæ ég að vera kóngurinn. kannski fæ ég að vera dóna bóndasonurinn, en það kemur í ljós.

Já, meðan ég man. Þið konur sem öfundið Madonnu af flottum kroppi. Hafið þið tekið eftir því að hún er aldrei berhandleggjuð? Vitiði afhverju? Hún er nefnilega með handleggi eins og áttræð kona. Jebb, ég sá myndir af henni í blaðinu.

Og að lokum kæru systur, engar áhyggjur kílóin eru komin aftur. Bara smá brauð og nokkrir bjórar þá er þetta komið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sum sé bjór og brauð bannvara fyrir þá sem vilja vera mjónur með blöðku vængi og hrukkóttann maga

mamma (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 20:50

2 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

hehe Ég held að þeim sem eru með hrukkóttann maga og blöðku vængi veitti ekki af því að fá sér bjór ;)

Unnar Geir Unnarsson, 25.2.2008 kl. 23:04

3 identicon

Var búin að skrifa en það hefur greinilega horfið. En það er gott að kílóin eru komin aftur á þig. Verra með þessi sem koma á mig. Ætti kannski að drífa mig í skólann þinn í mánuð eða svo. Kv Ída

Ída (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband