Fjölmenning
25.2.2008 | 23:17
Hverfið sem ég bý í er eitt alþjóðlegasta hverfi heims og gatan sem skólinn minn stendur við Seven Sisters road er sú alþjóðlegasta í heimi. Þegar ég fer út í hádeginu get ég valið að fara á breskan, amerískan,indverskan, grískan, afrískan, tyrneskjan, kínverskan, japanskan, marókóskan, ítalskan eða franskan veitingarstað. Örugglega eru staðir frá fleiri löndum, en ég greini ekki alltaf á milli. Ekki slæmt, og það besta er svo að fyrir 400 til 500 krónur er hægt að fá saðsama og holla máltíð. Ef þetta dugar mér ekki er hægt að nálgast matvöru sem og aðrar vörur hvaðana af úr heiminum í öllum þeim fjölmörgu smáverslunum sem eru við götuna. Lundúnabúar þurfa ekkert að fara til að sjá heiminn, heimurinn kemur til þeirra.
Þetta er ein af ástæðunum hví ég ann London. Reykjavík er ferskari og París fallegri en London er London.
Athugasemdir
*Andvarp*, já. Mín heittelskaða Syndey er einmitt svona líka. Þar eiga getur öllum liðið eins og þeir séu heima hjá sér, ekki vegna þess að það eru allir eins, heldur vegna þess að allir eru eins mikið öðruvísi. Njóttu þessa tíma eins og þú getur.
Agnes (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 06:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.