Lasinn
4.3.2008 | 14:00
Í dag sagði kroppurinn stopp. Ég hlýddi með glöðu geði. Við vorum að sýna til hálf tólf í gærkvöldi og í morgun var ég bara slappur. Allavega ekki í neinu formi fyrir kollhnísa og handahlaup. Svo mikið er víst. Eg verð í fjórum sýningum í prófinu og næstu dagar verða annsi strangir þvi nú verður æft öll kvöld fram á föstudag. Þannig ef ég ætla að leika af einhverju viti verð ég að safna orku í dag.
Það gekk samt vel í gær. Bæði í skólanum og að sýna. Fulli írinn, þessi 65 ára sem reyndar er 17 ára núna, ameríski hermaðurinn og fúli liverpoolarinn komust allir í prófið. Gaman af því. Ég komst svo að því að ef ég tala í 3 svæði sem er harði gómurinn lagast hreimurinn hjá mér um heilan helling. Málið er nefnilega að hreimurinn er annsi sterkur hjá mér. Fólk spyr alltaf hvaðan ég er þegar ég fer eitthvað að tjá mig. Leikhús enskan er töluð í svæði eitt sem fyrir framan framtennurnar í efri gómi, íslenska er í svæði 2-3 aftan frá framtönnum að harðgómi. En hausinn á mér er þannig hannaður að þegar ég tala í svæði 3 hljómar það eins og ég tali í svæði 1. Ég verð bara að gæta að framburðinu og nota varirnar. Þá tala ég hreina drottningar ensku. Þannig að áður en ég tala styng ég tungunni upp í harðgóminn miðjan hljóma ég næstum sem englendingur, nema þegar ég gleymi að taka tunguna niður. Þá hljóma ég eins og maður nýkominn frá tannlækni eða það sem er enn verra eins og dani.
En nú er Roy mættur með brauðið svo nú er tími fyrir te og rist.
Athugasemdir
Farðu nú vel með þig litli prins :)
Tinna (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 15:14
Takk gæska ;)
Unnar Geir Unnarsson, 4.3.2008 kl. 17:14
Svo gómurinn er skiptur í svæði eins og neðanjarðarlestarkerfið þarna í Lundúnum...
Gangi þér vel :)
Helga (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 20:33
þú verður að hugsa um þig mátt ekki láta gera útaf við þig þarna mér heyrist nú álagið vera eitthvað svipað og það var fyrir áramót
Mamma (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.