Enn lasinn

Ég er enn veikur, var að skríða fram úr til að nærast, núna rétt um klukkan tvö. Búin að vera frá skóla í tvo daga og ég er með þvílíkt samviskubit. Ég fór samt á æfingu í gærkvöldi. Lá á gólfinu þar til það kom að mér og þá gerði ég mitt, lagðist svo aftur niður. Man ekki alveg hvað við vorum að æfa en minnir ekki að neinu hafi verið breytt, þannig ég geri bara það sama og síðast þegar við sýnum. Seinna í dag eru fleiri æfingar, sem er verra því þar er ég með texta. Minn verður bara að vera hægur í hreyfingum og dimmraddaður. Ég held að ekki einu sinni leiklistarvísindin geti unnið á flensu. En nóg af sjálfsvorkunn. Áfram með smjörið, forwards with the butter.

Um daginn langaði mig svo svakalega í kalda blóðmör og rófustöppu, eitthvað sem ég er nú ekkert sérstaklega spenntur yfir. Kannski er ég óléttur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

fjarlægðin gerir slátrið sætt...

palli (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 17:19

2 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Segðu ,)

Unnar Geir Unnarsson, 5.3.2008 kl. 20:04

3 identicon

til hamingju! oska ther alls hins besta a medgongunni.

p.s. raggi var ad fikta i tolvunni thannig ad lyklabordid er ekki stillt a okkar astsaela modurmal. Bids eg velvirdingar a ollum theim othaegindum sem thetta astand a eftir ad skapa.

bestu kvedjur, hildur raggi og brjaludu kattarkvikindin.  

Hildur E. (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 22:09

4 identicon

Guð já þú ert örugglega óléttur, þetta með blóðmörina kom nefnilega fyrir mig um daginn og ég skrifaði bilunina algjörlega á óléttu. Láttu þér batna áður en þig fer að dreyma um súra punga...

Helga (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 22:09

5 identicon

það væri nú allt í lagi að senda þér svona eins og einn kepp,en ef þú ert óléttur þarf öruglega heila tunnu

mamma (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 22:30

6 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Ég verð nú að segja að ég furða mig á því að enginn skuli setja spurninga merki við að ég gæti verið óléttur

Unnar Geir Unnarsson, 6.3.2008 kl. 23:00

7 identicon

Við vissum það allan tímann að þið gætuð þetta karlmennirnir. Leyfðum ykkur bara að trúa því að við vissum ekki um samsærið. Vitum líka hvernig þið eruð þegar þið eruð lasnir

Kv Ída

Ída (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 12:20

8 identicon

ekkert væl segir stóra systir .hún hefur greinilega einhverja karla hjá sér

mamma (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.