Próf lok
9.3.2008 | 13:53
Jæja, þá er blessaður prófdagurinn að baki, guði sé lof fyrir það. Það gekk bara vel og voru kennarnir mjög ánægðir með uppskeru annarinnar. Ég er líka mjög glaður með þessa önn, það hefur gengið vel. Og ég finn fyrir miklum framförum, andlega, líkamlega og leiklistarlega séð. En þetta er hörkupúl. Þegar við Chris komum heim um níu á föstudagkvöldinu, vorum við svo þreyttir að við gátum varla talað. Greyið Roy varð að ráða í handa- og augnhreyfingar til að skilja okkur.
Ég vaknaði um daginn allur blár á höndum og fótum. Ég hélt fyrst að kannski væri ég með einhvern æðasjúkdóm. En svo reyndist ekki vera, heldur voru fínu regnbogabúðar rúmfötin ástæðan. Þau sem sagt lita frá sér. Ég fór þá að sofa í sokkum sem alltaf lituðust bláir en verra var með hendurnar, ekki gat ég sofið í vettlingum. Ég sá mig því tilneyddan að kaupa ný rúmföt. Þau kostuðu það sama og allur hellingurinn sem ég keypti í regnbogabúðinni. En vonandi vakna ég húðlitaður í fyrramálið.
Annars er innidagur í dag. Við fórum í bæjarferð í gær, strákarnir á Moray Road 16c. Kíkktum í búðir, það er mjög skilvirkt að versla með gagnkynhneigðum karlmönnum. Þeir segja bara nei, þetta er ljótt eða þessir skór láta fæturna á þér líta út eins og þú sért með trúðsfætur. Bara beint út. Stundum hlusta ég nú ekkert á þá, þeir eru nú gagnkynhneigðir eftir allt saman. Við kíkktum á listasýningu, okkur Chris fannst salurinn svo flottur að við fórum að dansa. Roy skoðaði bara myndirnar, hann sko skápalistamaður. Loks enduðum við daginn á japönskum stað í kínahverfinu, já þeir eru ruglaðir þessi japanar. Ég fékk það besta sushi sem ég hef fengið, fullur bakki af gæða fæðu fyrir litlar þúsund krónur. Alveg hreint ljómandi dagur, sem endaði svo á djammi með ISH-drengjunum.
Aftur að skólanum. Þó svo að mikil vinna sé fyrir höndum, þá finnst mér samt að ég sé komin yfir erfiðasta hjallann. Ég er komin til að vera, hættur að efast um allt og alla og hef einsett mér að lggja mig allann fram, þora gera mistök, gera tilraunir og alltaf gera mitt allra besta. Ég hef núna fjögur ár til að undirbúa restina af mínu lífi og þau skulu notuð til hins ýtrasta.
Athugasemdir
Gott að þú ert orðinn svona jákvæður með allt saman..hlakka til að hitta þig um páskana hvenær kemuru annars til landsins?
Aðalheiður (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 19:00
Hlakka til sömuleiðis. Kem heim á sunnudaginn, við keyrum svo austur á mánudaginn held ég.
Unnar Geir Unnarsson, 9.3.2008 kl. 22:39
þú hefur bara verið að breytast í strump þei eru bláir og dálítið um það núna þar sem þeir hreykja sér upp á páska eggjunum. hér er allt á fullu að undir búa fermingu .Hlakka mikið til að fá þig heim
mamma (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 09:30
Bíðum spennt eftir að fá þig heim og vonandi í réttum lit en það er samt gott að þér er farið að líka og líða betur í útlandinu.
Ída (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 13:39
mmm... sushi....
Helga (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 21:20
Takk Hildur, ég prufa þetta með edikið. Virkar það líka á sólarbrúnku?
Mamma mín eins gott að þú verðir búin að sem flestu þegar ég kem. Ég er náttúrlega leiklistarnemi komandi erlendis frá ;)
MMMMM... sushi I now
Unnar Geir Unnarsson, 10.3.2008 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.