Eftir brennsla

Í dag fórum við yfir önnina. Ég var bara nokkuð ánægjður með mína vinnu og sama sinnis voru skólastjórinn og leikstjórnar deildarstjórinn. Fékk hrós fyrir leikinn og fyrir að leggja mig fram og vinna af ábyrgð og einbeitni stór sem og smá verk sem fyrir mig voru lögð. Þannig ég er bara svolítið stoltur af honum sjálfum mér í kvöld.

 Við vísindafólkið fórum í leikhús í gærkvöldi sáum Speed the Plow með herra Kevin Spacey og Jeff Goldblum í aðalhlutverkum. Leiðinda verk og þeir voru ekki að leika frekar en leikmyndin. Þetta voru bara tveir vinir að skemmta saman upp á sviði. Fyrir framan fullt hús af áhorfendum sem héldu að þeir væru í leikhúsi. En ekki í einhverju einkagríni tveggja miðaldra karla. Kevin hefur sterka nærværu á sviði en hann skipti um karakter í hverri senu, var nýr maður í hvert skipti sem hann skipti skapi. Jeff var voða mikið að "leika", sjáiði mig ég er voða fyndinn. Og svo birtist á sviðinu leikkona að nafni Laura Michelle Kelly (Sweeney Tood) sem líka hélt að hún væri að leika í leikriti. Hún var þannig eins og álfur út úr hól þarna á milli punganna. En það var merkilegt að sjá þetta fólk á sviði og það fannst líka hinum áhorfendunum, því þeim var alveg sama um verkið í lokin. Fagnaðar látunum ætlaði aldrei að ljúka, en það var meira verið að fagna einstaklingunum á sviðinu heldur en framistöðunni.

En á eftir fórum við og fengum okkur pizzu á bökkum Thames og hvorki var hægt að kvarta yfir framistöðu hennar né stórleiks tiramasu sneiðarinnar í lokin.

Í dag kenndi hvers manns hugljúfinn danskennarinn með barnskroppinn okkur 17 aldar dans. Dans sem ég kann utann að og mun sýna við hvert tækifæri nú þegar ég kem heim um páskana

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með vel aflokið verk! Það munar miklu að fá hrós kennara og samstarfsmanna, en öllu skiptir að þú sért sáttur við sjálfann þig.

Agnes (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 08:12

2 identicon

Til lukku með þig   umiir (kveðja frá Sæþóri).

sjáumst Ída

Ída (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 13:17

3 identicon

Til hamingju með önninna!

(ástæðan fyrir að ég kommenta svona sjaldan eru þessar fáránlega erfiðu spurningar í ruslpóstvörninni. Vonandi næ ég að svara rétt núna...)

Bára (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 18:57

4 identicon

ó, það eru víst bara þrjú enn í "önnina"

 (sko til, tvö komment í röð!)

Bára (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 18:59

5 identicon

Hmm, hvers skyldi hafa kennt Baru islensku??

En frabaert ad heyra hvad allt gengur vel hja ther Unnar Geir.

Guja (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 13:13

6 identicon

Hæ Unnar Geir og til hamingju með áfangann!!!!!

Hvenær kemurðu heim segirðu?! verð áríðandi að heyra í þér nefnilega!

Man aldrei netfangið þitt... og veit ekkert í hvaða númeri þú ert...uhm...

jájá.

Vona þú kíkir á þessa athugasemd sem fyrst!

Hrefna (hrefnagudmunds@simnet.is, hrefna.gudmundsdottir@reykjavik.is, 695-5216)

Hrefna (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 14:35

7 identicon

til hamingju með þig !!! en hlakka mikið til að sjá dansinn þinn

aðalheiður (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 18:43

8 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Takk stelpur ;)

Unnar Geir Unnarsson, 14.3.2008 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband