Tákn ?
14.3.2008 | 22:30
Þessi poki var það fyrsta sem ég sá þegar ég leit út til veðurs í morgun. Skyldu þetta vera skilaboð... og ef svo er hvað þýða þau?
Auðvita er þetta bara poki sem einhver smáborgarinn hefur hent frá sér, og vindurinn feykt upp í tré. En tilviljunin er að tréð stóð í bakgarðinum mínum. Samt merkilegt að þrátt fyrir allar milljónirnar sem ferðamálaráð hefur sett í landkynningu. Þá er verslunarkeðjan Iceland það Iceland sem flestir bretar þekkja. Ég versla náttúrulega aldrei í Iceland, þangað mun ég aldrei stíga inn fæti. Þetta er klárlega misnotkun á nafni föðurlands míns. Ó sei sei já.
Annars er ég bara góður. Komin í páskafrí og flýg til íslands á sunnudag. Er þegar búin að bóka sund og kvöldmat á Solon með Hákoni litla.
Athugasemdir
Gott flug ljúfan!
Tinna (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 17:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.