Borgarfjörður eystri

Jæja,

Nú er allt að verða klárt fyrir brottför niður á borgó en litla systir ætlar að fermast þar á sunnudag. Þrír fullir bílar af mat og borðbúnaði standa klárir á hlaðinu. Ómæld vinna liggur að baki flóknu skipulagi sem engin skilur nema mamma,  sem stendur í brúni í þessari siglingu í ólgu sjó rjómaterta, boðskorta og borðskreytinga. Ég er gengin í kirkjukór bakkagerðiskirkju og hef einnig verið skipaður veislustjóri að mér forspurðum, vel að nefna. En allt er leyfilegt í ástum og stríði og fermingarundirbúningi.

Ég setti mér háleit markmið í páskafríinu. Ég hef nú ekki mikið staðið við að læra mikið heima. Aðeins smá yoga og æfði aðeins framburð áðan. En þetta er nú bara rétt að byrja. Annars er ég nú meðlimur í leikarafélaginu og get því farið frítt í leikhús. En það er eitthvað sem ég ætla mér að nýta næstu helgi. En þá verð ég í bænum langt frá öllum manndómsvígsluteitis skipulagningum.

En nú verð ég næstu daga niður á borgó og kemst ekkert í netsamband. Hafiði það sem allra best um páskana elskurnar mínar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.