Sunnudagur til sælu, svo sannarlega.
27.4.2008 | 21:56
Ég átti alveg yndislegan dag í dag. Vaknaði snemma og gerði smá heimavinnu en naut þess mest að eiga daginn fyrir sjálfan mig. Hitti Angelo vin minn yfir kaffibolla um eftir miðdaginn, átti góða La Bohéme æfingu og skellti mér svo í bíó með Roi og Chris. Við sáum Son Rambós, mæli með henni falleg saga um vináttu tveggja drengja. Fallegur dagur.
Mig langar að deila með ykkur smá vísindum. Þetta er listinn sem segir hvað skal gera og hvað skal ekki gera. Byrjum á því sem skal gera.
1.Ekki reykja, nota fíkniefni eða ánetjast kaffi, tei eða áfengi.
2. Ekki bera skartgripi nema giftingar- eða trúlofunarhringa.
3. Ekki vera með tískuklippingu eða sítt hár.
4. Lesa dagblöð, tímarit eða horfa á sjónvarp. Nema með þann tilgang að afla upplýsinga.
5. Nota förðunarvörur.
6. Halda gæludýr.
7. Gera að venju að borða mikið kryddaðan mat.
Það sem skal gera.
1. Klára hugsanir. (Eitthvað sem ég mun útskýra seinna.)
2. Köld böð og sturtur. ( Hreinsar hugann og styrkir ofnæmiskerfið.)
3. Sífelt spyrja hvað er ég að hugsa núna.
4. Slaka.
5. Hljóð hljóð. (Svo sem lífið er einfalt.)
6. Fyrir- og eftirbrenna. (Undirbúa hugann fyrirfram fyrir atburði og á eftir fara yfir viðbrögðin)
7. Staðar beiðni. ( Biðja á staðnum að hugsa ekki svona.)
8. Skipuleggja langtíma tilgang.
9. Fara í göngufeðir í náttúrunni.
10. Lesa. ( Til að afla upplýsinga.)
11. Hlusta á tónlist til að njóta. Ekki til að gleyma stað og stund.
12. Stunda yoga/hugleiðslu.
13. Leita að hugarleikjum.
14. Leita að minningum.
15. Leita að atburðum sem mótuðu hugsun þína. ( Mótunaratburðir.)
16. Skoða mynstur hugsunna þinna og líkamlegrar spennu.
17. Brosa. (Án tilgerðar.)
18. Ávalt hafa í huga að hugsanir eru bara hugsanir. Fyrir utan meðvitaðar hugsanir sem endurspegla raunveruleikann.
19. Greindu samband þitt við foreldra þína. Án þess að leita útskýringa.
20. Leita að líkamlegri spennu og finna hugsanirnar sem liggja að baki.
Fleiri reglur, lög og verkfæri til greiningar hugans bíða birtingar. En ég læt þetta duga í bili. Hvernig líst ykkur á?
Athugasemdir
Vá ég þarf að endurskoða líf mitt og fá fleiri klst í sólarhringinn
Ída (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 22:33
ég hef nú ekki tíma í þetta allt.Hvað á ég að gera þegar kallað er mamma viltu þetta og hitt? þá er ég ef til vill bara að hugsa eða lesa. En þetta er nú áhugavert
Mamma (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 09:14
ó mæ.. segi nú ekki meira..
Hildur E. (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 14:12
Já nú skil ég hvers vegna listamenn eru almennt skrítnir :)
Helga (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.