Heilabilun
29.4.2008 | 20:25
það er svo margt og mikið að brjótast um í hausnum á mér núna. Alls kyns hugsanir og minningar sem ég veit ekkert hvað gera skal við. En þá er bara málið að slaka á og sjá hvað setur. Það er í raun og veru ekkert hægt að gera nema að leyfa þessu að ganga yfir. Og spyrja sig spurninga og leyfa svörunum að koma upp þegar þau vilja.
Ég er hættur við Rómarferðina ætla frekar að kaupa mér dýnu í rúmið. Róm fer ekkert en bakið á mér gæti gert það. Svo er líka gott að umgangast eitthvað annað fólk en þessa blessuðu vísindamenn.
Það rignir daglega hér í borg og maður þarf að klofa yfir risavaxna sigla á leiðinni í skólann. En rigningin skolar í burtu hundaskítnum af gangstéttunum svo ekki þarf að klofa yfir hann.
Ég á frí eftir klukkan sjö annað kvöld. Ég verð örugglega með samviskubit yfir að vera ekki heima að læra. En ég ætla niður í bæ í bíó og borða popp og tyggjó.
Annars er þessi vika hálfnuð og næsta er bara hálf og svo miðannarfrí. Þá verður nú sofið út á nýrri dýnu.
Athugasemdir
ég myndi kaupa mér góða dýnu ef ég væri alltaf að klofa yfir risasnigla, fer örugglega ekki vel með bakið. Maður þarf líka að vera vel útsofin ef þeir myndu taka upp á því að ráðast á mann.
Það er aldrei að vita með þessa snigla, ég meina hafa þeir verið rannsakaðir að einhverju ráði?
kv. Hildur (Raggi skilar örugglega kveðju líka)
Hildur E (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 22:42
;)
Unnar Geir Unnarsson, 30.4.2008 kl. 07:03
þú ert sjálfsagt búinn að frétta af dóttur Didda Kristinu Birtu hún fæddist 24 apríl. Í minni sveit þótti gott fyrir bakið að ganga í þúfum ætli virki eitthvað svipa að klofa yfir snigla
Mamma (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.