Morgun
28.5.2008 | 06:46
Jæja, ég lét mig hafa það þó mig langaði voða mikið að vera heima. Það kom svo í ljós að þetta var síðasti fimleikatíminn, þessa önn. Sem er ágætt, en mér gekk samt ágætlega, ég hoppaði og rúllaði mér í kollnís eins og til var ætlast.
Talandi um stóla. Í gær var ég stóll. Við erum að semja dansverk og í einu atriðinu er ég svona samanbrjótanlegur sólbaðsstóll. Mjög gaman en reynir töluvert á kviðvöðvana.
Þrifdagurinn mikli er á sunnudaginn. Þá látum við eins og okkur sé sama um húsnæðið og gerum fínt fyrir prófi. En á laugardaginn eru sýningar. Ég er í 10 af 13 svo það verður nóg að gera. Ég hef geinilega ekkert bætt mig í því að segja nei við leikstjóra. Sem er kannski kostur, leikari sem vill ekki leika er aumur leikari.
Það er kalt og úti er blautt, en ég á flíspeysu og regnhlíf.
Athugasemdir
Unnar !!!!!
Það er geðveikt veður hérna á Egilsstaðacitý, ömurlegt að vera að vinna á svona dögum, nú get ég ekki þrusað mér úr fötunum og farið í sólbað, kúnnarnir myndu trúlega beina viðskiptum sínum annað.......eða kannski yrði þetta trikk til þess að draga þá að...hmmmm hugsa þetta en á meðan þú ert að ofkælast þá er ég orðin rauð eins og fallegasta rækja. yndislegt yndislegt
heyrðu gettu hvað..pabbi er búinn að tækla allar aspirnar fyrir framan húsið þannig að nú actúallí sérðu framhliðina á húsinu..kíkjum á þetta þegar þú kemur næst
knús
adda
adda (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 13:26
frábært veður dag eftir dag sól og um 20stiga hiti. fínt aðvera í útivinnu núna. Þú ert svo háfleygur í lýsingum skil þetta bara ekki
Mamma (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 18:34
Varð að kommenta til Öddu. Það verða allir að gera sér ferð og skoða húsið það hefur ekki sést i manna minnum.
Kv Ída
Það biðja allir að heilsa þér Unnar og Sandra ætlar að fara að læra ballet er hérna á fullu að æfa handstöður. Þú kennir henni einhver trix þegar þið hittist næst..
knús og kossar
Ída (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 09:56
Takk, stelpur.
Ég valla trúi þessu með aspirnar, eins og pabbi þinn var sár þegar mamma vildi höggva sínar.
Njótiði blíðunar, héreru menn voða mikið að hugsa um gróðurinn og láta rigna dag eftir dag.
Unnar Geir Unnarsson, 30.5.2008 kl. 06:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.