Skrítin skepna, maðurinn.

Það er alveg merkilegt hvað fólk getur verið illa gefið. Hvað héldu blessaðir mennirnir að kynhneigð mannsins hefði að gera með ökuhæfileika hans? Kannksi að hann væri svo laus um úlnliðinn að hann gæti ekki tekið um stýrið, að hælarnir væru svo háir að hann næði ekki niður á pedalana eða hann stilti diskótónlistina svo hátt að hann hefði hugann bara alls ekki við akstrurinn? Ég veit ekki til þess að það hafi sérstaklega rannsakað hvort samkynhneigðir karlar væru sérstaklega slæmir ökumenn. Reyndar segir þjóðsagan að það séu konur í rauðum bílum sem flestum slysum valda. En einhvern veginn minnir mig að það séu aðalega gagnkynhneigðir ungir karlmenn sem eru hvað verstir svo fullir miðaldra gagnkynhneigðir karlmenn. Annars getur maður ekki annað en brosað af svona hlutum. Þetta er ekkert miðað við ástandið í rússlandi, póllandi og íran til dæmis, já eða færeyjum. Þar eru menn við völd sem þyrfti að flengja duglega, nema kannski þeir hefðu of gaman af því líklega. Kannski við bjóðum þeim bara ekki í kampavínsboðin og sendum þeim harðorðuð bréf, það ætti að duga til að snúa þeirra þröngsýna hugarfari. 

Áfram hommlingar! 


mbl.is Gert að taka bílprófið aftur sökum samkynhneigðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessir Ítalir! Ráðamenn þar í landi eru svo sannarlega ekki umburðalyndir gagnvart náunganum. Þeir eru líka að fara í herferð gegn Sígunum, nú á að fara að taka fingraför af öllum rómönum til að hafa í kerfinu hjá sér..

allt gott að frétta úr sveitinni hins vegar, skítaveður samt búið að vera á okkur en þá er bara gott að vera vinna inna :)

 kv. Hildur

Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 17:02

2 identicon

Já, ég hló upphátt þegar ég las þessa frétt. Þeir eru eitthvað gamaldags þessir Ítalir. Svo eimir líka eftir af smá fasisma.

Sóley Þrastardóttir (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 22:12

3 identicon

meira hvað fólk er óþroskað en að láta það í ljós er nú bara fyndið

Mamma (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband