Allt komið í lag
31.7.2008 | 06:53
Jæja,
Við sitjum og greinum og greinum alveg eins vísinda mennirnir sem við erum. Ég er loksins komið með eitthvað í hendurnar til að vinna með. Það er nefnilega það sem vísindin gera, allar persónurnar verða miklu meira spennandi og meira kjöt er á beinunum til að bíta í.
Hér er andskotans sól og hiti alla daga, en líklega á að rigna um helgina.
Ég verð einn heima um helgina. Fyrsta skipti sem ég er einn heima einhvers staðar í næstum 11. mánuði. Það verður ljúft, en það á að rigna svo ég get hangið heima með góðri samvisku. Verð líklega bara eitthvað að læra. Því nú verð ég að fara undirbúa næstu önn, svo ég láti ekki lífið af stressi og rugli.
Jebb, jebb gaman af þessu...
Athugasemdir
hér er 10 stiga hiti og þoka en fyrir sunnan fellur hvert hitametið af öðru. allt gott að frétta annars
Mamma (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.