Áfram við höldum

Jæja, dýrðarhelgi að baki. Ég var einn heima og naut þess í botn, mmmuu. Ég eldaði mér hangikjet með grænum baunum, kartöflumús og malt og appelsínblöndu. Hélt mín litlu jól. Merkilegt hvað það getur verið gott að eyða smá tíma með sjálfum sér. Ekki svo að skilja að ég hafi lokað mig af alla helgina. Ég fór út á föstudagskvöldið og á sunnudaginn var ég niðri bæ að undirbúa leikstjórnarverkin mín. En laugardeginum eyddi ég heima, fór ekki úr náttfötunum nema til að fara útí búð.

Ég hef verið að rembast við að finna rétta mynd til að nota í leikstjórnarverk, sem kallast leikstjórnar mynd. Það er ekki falleg mynd af leikstjóranum til að nota til kynningar heldur málverk af minnst tveimur persónum sem nemandinn endurskapar á sviði. Ég held samt að ég hafi loks á sunnudag fundið rétta listamanninn, Jack Vettriano. Hann málar myndir fullar af spennu í svona art deco stíl. Einfalt, formfagurt og þokkafullt. En sem stendur eru það fimm verk sem koma til greina, en ekkert liggur á þetta er annað verkefnið sem ég á að leysa í lok september. Hið fyrsta er kyrrmynd. Þá á að skapa umhverfi sem fólk lifir eða starfar í og á leikmyndin að segja okkur sögu þess. Ég ætla að búa til bakhlið á leikmynd, leikarnir þrír eru inn á sviði en við sjáum persónuleika þeirra í smáhlutum sem þeir hafa skilið eftir. Einn er fyllibytta og felur flösku bak við stól, önnur leikkvennanna er príma donna með hálsbólgu og skilur eftir náttslopp og hálsbrjóstsykur á meðan hin er ung nýútskrifuð og elskar súkkulaði.

Úbbs komin tími til að drífa sig í yoga.

Lifið heil. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.