Mynd á mynd

Það er að koma mynd á leikstjórnarmyndina. Ég tel mig hafa fundið myndina sem ég ætla að nota. Bréf með afleiðingar, málverk af manni að lesa bréf og konu sem stendur þétt við hann undirgefin en skelkuð í senn. Bæði eru þau upp á klædd eins og þau séu í veislu. Hann er eldri en hún. Ég hef ákveðið að hann hafi neytt hana til ástarsambands með því að greiða leið eiginmans hennar innan fyrirtækisins sem hann rekur. Hún vill binda enda á sambandið en er of hrædd að segja það, svo hún ætlaði að launa bréfi í frakkavasa hans í fatahenginu. En hann sá hana, málverkið sýnir augnablikið áður en hann rekur henni kinnhest. Málverkið er eftir Jack Vettriano og nefnist A letter of consequence. Jack er skoskur sjálfmentaður málari af ítölskum ættum. Algjör töffari, vann í námu en varð þekktur um víða verld eftir að öll málverkin hans seldust upp á hans fyrstu sýningu.

Annars er það helst í fréttum hér í englandi að hústökufólki fjölgar með degi hverjum. Á tímunn lækkandi húsnæðisverðs og hækkandi verðbólgu missa æ fleiri heimili sín þar sem fólk getur ekki staðið undir afborgunum af lánum. Bankar og lánastofnanir leysa því til sín fjölda fasteigna. Sú lög gilda hinsvegar hér að ef þú flytur inn og býrð í yfirgefnu húsnæði í ár án þess að eigandinn reki þig út. Þá máttu eiga fasteignina. Það er annað hvort eitt ár eða tvö, man það ekki alveg. En engu að síður þannig eru lögin hér í englandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

lýst bara vel á þessar hugmyndir hjá þér, vona að þær gangi upp.. þér hefur allavega aldrei skort ímyndunarafl

Af okkur er allt gott að frétta og kettlingarnir braggast bara vel. Erum að fara af í smá endubætur á húsinu og reyna að gera fínna hjá okkur.

Hafðu það bara sem best,

kv. Hildur

Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 13:55

2 identicon

þurfa þeir ekki að borga fyrir húsin? eða flytja þeir bara ín næsta tóma hús? ég skil ekki hvernig þú færð þessar furðu hugmyndir

Mamma (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 09:18

3 identicon

Líst ljómandi vel á lögin í Englandi hér er nóg af tómum húsum til að flytja inní.

Það biðja allir að heilsa

Kv stóra sys

Ída (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 12:40

4 identicon

Ég googlaði þennan listamann sem þú vitnaðir í, flottar myndir.  Fann reyndar ekki þessa mynd sem þú hafðir gripið.  Ertu að semja handrit, eða byggir þú á einhverju handriti eða hvernig er þetta?

Jájájá.. ég er annars á Seyðisfirði og hef það ljómandi gott. Það er gott að vera hér í sumarfríinu og vinna á safninu, les mér þar til um sögu Seyðisfjarðar og hef gagn og gaman af. Jóhannes hjólar um allt, og er núna komin í pössun og var á trompolíni síðast þegar ég kvaddi hann. Kalli unir hag sínum vel, skaust samt suður núna um helgina vildi sjá Eric Clapton á tonleikum þar.

Lífið fyrir austan er sem sagt ljómandi.

Fannst sæt sagan af hangikjötinu :-) og sagan af hústökufólkinu ágæt ..

Kveðja, Hrefna

Hrefna (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband