Hárfeiti

Við æfum og æfum og veltum vöngum fram til baka. Nú erum við byrjuð að standa senur. En allt að sjálfsögðu aðeins í hægagangi, svo hugsanirnar komist örugglega til skila. Sem þýðir að á þeim átta tímum sem við höfum unnið nú í dag og í gær höfum við komist yfir 14 blaðsíður, verkið í heild sinni er 59 síður. Hafa ber í huga að ekki er búið að setja neinar senur, engin leikstjórn er í raun og veru. Heldur er verið að athuga hvort persónan sem við höfum skapað sé þarna eða ekki. Fyrir mig sem leikara er þetta frábært, þessi vinnubrögð tryggja að ég er alltaf að gera mitt besta að halda þeim myndum og áhrifum sem persónan sem ég er að leika á að hafa. Þetta þýðir að þegar ég stend upp á sviði hef ég ævi persónunar, hugarfar og sambönd hennar við aðra á sviðinu á hreinu. Alveg eins og þegar ég stend í búningsherberginu á eftir sýninguna með mína ævi, hugarfar og samband mitt við aðra leikara á hreinu. Það er ekki þar með satt að ég sé alltaf að fara yfir allar mínar minningar og hugsanir, ekki frekar en persónan. En vegna þess að ég hef haft 29 ár til að skapa mig en fæ aðeins um 6 vikur til að skapa persónuna, verð ég að ganga allar hennar minningar, hugsanir og sambönd aftur og aftur. Þess vegna byrjum við hægt svo leikstjórinn og aðrir leikarar geti bent á það sem gæti vantað upp á.

Ívar íkorni er ekki vinur okkar lengur, hann er farinn að borða húsgöngnin á svölunum. Ég flegði hnetum fram af svölunum svona til að minna hann á að það væri hans fæða. Mundi þá eftir því að búdda konan á jarðhæðinni situr stundum upp á ruslahaugnum í bakgarðinum og les konublöð. En sem betur fer var hún inni að kyrja.

Ég tók eldhúsið í gegn um daginn og þreif allt hátt og lágt. Ég er ekki frá því að húsfélagar mínir hafi bætt umgengnina eftir það.  Það er samt eiginlega bara ég sem þríf á þessu heimili. Áður fyrr hefði ég örugglega pirrað mig á því en nú nenni ég því ekki. Ég vil hafa hreint í kringum mig og þá þríf ég. Þannig er nú það. Annars gengur sambúðin ágætlega, allir voða hressir bara. Magnús Mús og félagar samt hættir að heimsækja okkur, kannski koma þeir í haust.

Gasið hefur hækkað svo mikið hér í Bretaveldi að nú verðum við að fara spara. Ég er byrjaður að sanka að mér kertum til að kynda herbergið mitt í vetur. Gott að mamma sendi mér ullarsokka, mér verður þá örugglega hlýtt á tánum. Það dugaði nefnilega ekki þeim í breska gasfélaginu að skila nokkra miljarða hagnaði, þeir vilja meira. Því verða allir að kaupa sér auka peysur og hlýja sokka, borða kaldar máltíðir og fækka baðferðum. Lifi einkavæðingin!

Ég sá mjög skemmtilega sýningu  á laugardaginn. 39 steps/þrep, flott gamladags verk með hörkuleikurum. Alltaf gaman að fara í leikhús en sérstaklega á góðar sýningar.

Jæja, ég ætla að æfa lögin mín og fara svo í heitt að og  lesa um uppáhalds sænska rannsókanrhöfundinn minn Kurt Wallander. Ég hef alveg fallið fyrir sænska spennubóka höfundinum Henning Mankel, frábær höfundur. Hér eru bækur svo ódýrar að maður fer bara með þær í bað og annað eins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hææj .. ég var að horfa á fréttirnar og þar sá ég Pál Ivan spila á slátur í kynningu um menningarnóttina .. gaman af þessu Maður er nú farin að vera frekar spenntur að hitta þig í september og líka í nóvember. Bið að heilsa Ívari íkorna ..
sdagtpocfg,  n  Kveðja frá Jónasi

Aðalheiður (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 19:30

2 identicon

aahhhhh svo langt síðan ég kom inn á síðuna þína.....sakn sakn

bíddu ertu að koma heim í september?????

ef ekki þá þá er skylda að koma heim um jólin.......og spila

ahahahaha strax farin að hlakka til vúhú´æuúú

knús

adda

drottningin (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 12:26

3 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Já það verður stuð hjá okkur Aðalheiður.

Já, kem í sept. en kem líklega ekki heim Heim, verð bara fyrir sunnan. En kem pottþétt austur um jólin og þá verður sko tekið í spil sem aldrei fyrr Hei hei ;)

Unnar Geir Unnarsson, 20.8.2008 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband