Kalli Kynskipti

Nýnemarnir eru fjölbreytir eins og þeir eru margir. Sænskir og íslenskir krakkar auk einnar stelpu frá London og annrar frá Glasgow á aldrinu 18-26, glaður hópur og galsa mikill. Einn drengur sker sig þó úr hópnum, hann Kalli. Fyrst þegar ég sá hann hugsaði ég guð minn góður hann er bara barn, hann er ekki nógu sterkbyggður fyrir þennan skóla. En hann lítur út fyrir að vera 12 ára. Á öðrum degi sagði einn kennarinn að Kalli hefði komið að máli við sig, æi einhver hefur verið að leggja hann í einelti hugsaði ég. En nei svo var nú ekki, hann Kalli er kynskiptur sagði kennarinn. Ha?!, hugsaði ég, Ha!? Já, hann Kalli var stelpa en núna er hann strákur, ef þið hafið einhverjar spurningar þá megið þið spyrja hann í hléinu á eftir. Ég gat nú ekki annað en dáðst að hugrekki þessa 19. ára gamla stráks, að tilkynna þetta svona á öðrum degi. En svo var ég smá öfundsjúkur, nú er ég ekkert sérstakur, ég er bara hommi, djöfull. En svo fór ég nú að taka vísindin á þetta og sá að vegna fáfræði minnar um kynskipta einstaklinga er ég haldin ákveðnum fordómum gagnvart þeim. Ekki að ég hafi gengið um brennandi krossa og öskrandi ákvæðisorð um allann bæ. Heldur frekar ekki spurt spurninga sem gætu hjálpað mér að skilja einstaklinga sem þurfa á kynskiptiaðgerð að halda. En þarna var sem sagt tækifærið komið. Ég ákvað strax að ég skildi reyna að kynnast Kalla með opnum hug umfram aðra nýnema þar sem það væri svo margt sem hann gæti kennt mér. Við Kalli eru ágætir kunningjar, hann hefur húmor fyrir mínum húmor sem er sjaldgæft meðal svía. Kannski er kynskipti aðgerð eina leiðinn til að svíar fatti kaldhæðni, hver veit? Ég er viss um að Kalli hugsar eitthvað svipað um mig. Aaah þarna er íslendingur, kannski að hann geti útskýrt fyrir mér af hverju þau eru svona spes þarna á íslandi. Best að ég leggi mig fram um kynnast honum, það er svo margt  sem hann getur kennt mér, hver veit ;)?

Svona getur lífið verið litríkt hér í gráa bretlandi. Nú verð ég bara að finna eitthvað til að toppa Kalla, ég spes, ég er það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eru ekki allir spes bara hver á sinn hátt?

Mamma (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 09:02

2 identicon

humm spennandi ég væri alveg til í að fræðast um þetta með þér..Enda ekki langt síðan við ræddum þessi mál.

Kv Ída sys (farin að safna fyrir ferðinni og kaupa dósamat í nesti)

Ída (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 20:31

3 identicon

Einhver sem er meira spes en þú??? Guð hjálpi okkur :)

og ég er ekki farin að safna fyrir ferðinni heldur er ég farin að hlúa vel og vandlega að kreditkortinu mínu, það verður að vera í formi fyrir þessa ferð..

kv. Hildur

Hildur (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 21:44

4 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Nei, bara ég má vera spes, í það minnsta spesastur ;)

Unnar Geir Unnarsson, 21.10.2008 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.