Gott skref í rétta átt
4.1.2009 | 18:09
Það er náttúru ekki hægt fyrir okkur sem búum hér í herlausu landi að ímynda okkur hvernig líf þessa blessaða fólks sem þarna býr er. Þetta er gjörsamlega óviðunnandi ástand og ekki ætti nokkuri þjóð að líðast athæfi sem þetta. Hvar eru alheimslögreglan núna, Bush kúreki og Brown hryðjuverkabani? Nú gera þeir ekkert því þetta er hvítt kristið fólk að sprengja dökka heiðingja.
Heryfirvöld í Ísrael staðfestu í dag að einn ísraelskur hermaður hefði fallið í átökum við Hamas liða á Gaza svæðinu í morgun. Um 30 hermenn hafa særst frá því að ísraelski herinn gerði innrás á svæðið síðla dags í gær, þar af tveir alvarlega. Að minnsta kosti 40 Palestínumenn hafa látið lífið síðan innrásin hófst í gær og er tala látinna Palestínumanna nú nær 500 frá því að Ísraelar hófu árásir á Gaza þann 27. desember síðastliðinn. mbl.is
Takið eftir 1 hermaður á móti 500 borgurum.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki unnt að fordæma aðgerðir Ísraela að svo stöddu. Ríkisstjórnin hafi ekki rætt málið en geri það væntanlega í vikunni. Ekki megi gleyma ábyrgð Hamas-samtakanna á ástandinu.Ríkisstjórnir Svíþjóðar, Noregs og Frakklands hafa fordæmt framgöngu Ísraels á Gaza-svæðinu. Þorgerður Katrín segir að íslenskum ráðamönnum sé mjög brugðið hvernig komið sé. Ekki sé unnt að fordæma árásina þar sem ríkisstjórnin hafi ekki komið saman til að ræða málið. Það verði væntanlega í vikunni. ruv.is
En það væri náttúrulega til of mikils ætlast af kjörnum fulltrúum okkar finna fundartíma til að ræða lítilræði sem þetta.
Fordæmir innrás á Gasa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.