mánudagur

Í dag byrjaði skólinn en ég er enn á egilsstöðum. Ég nefnilega tók mér lengra frí ég ætlaði bara alls ekki að fara kaupa miða á 60 þúsund aðra leið. Nokkur verkefni lagu fyrir í fríunu, ég hef lokið sumum og byrjað á öðrum. En alls ekki verið eins duglegur og ég ætlaði mér að vera, en maður má nú leyfa sér smá leti. Ég mæti ferskur til leiks á fimmtudaginn og þá smellur þetta í gang. Það verður skrítið að byrja aftur, stundum er þetta eins maður sé að vaða leðu. Manni finnst hvorki ganga né reka, þetta hefst allt á endanum. Málið er bara að láta ekki stressa sig upp og ná góðir hvíld inn á milli. Besta leiðin til þess er alltaf að gera sitt besta og hafa því góða samvisku þegar lagst er til hvílu, vitandi að þú gerðir allt sem þú gast þann daginn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætlarðu að stoppa eitthvað í Reykjavík á leiðinni af landi brott?

Agnes (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 13:27

2 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Eitthvað aðeins já kem í kvöld og fer um miðjan dag á miðvikudag

Unnar Geir Unnarsson, 5.1.2009 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.