Stærsta áskorun Mr. Bush

Líklega hefur Runni ekki sett sér erfiðara verkefni en að skrifa bók. En mér finnst gott hjá honum að ákveða að gefa ekki bókina út fyrr en hún er tilbúin. Það er nefnilega allt of algengt að bækur séu gefnar út áður en þær eru full skrifaðar. Blessaður maðurinn ætti kannski að byrja á því að lesa eitthvað annað en Lukku Láka áður en hann fer að leggjast í skriftir. Samt verður að teljast all merkilegt að maður svo laus við alla getu, hæfileika og heilbrigða skynsemi skuli hafa verið forseti bandaríkjana í 8 ár. Ekki einu sinni á íslandi fá fáráðlingar að að sitja að völdu, nema þá helst í reykjavík en þá einungis í takmarkaðan tíma. Getuleysi hans skín enn og aftur í gegn nú þegar Isarel murkar lífið úr palenstínu mönnum með bandarískum vopnum. Bandaríkin gætu vel stöðvað smá ríkið isarel, ef ráðamenn þar aðeins vildu. Mikil blessun verður það þegar Obama tekur við og fíflið fer aftur á búgarðinn þar hann sem getur dvalið með jafningum sínum, búfénaðinum.
mbl.is Bush hyggst rita bók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband