Það er alltaf eitthvað

Þá er dagur að kveldi kominn, og að nýjum degi orðinn. Þetta er búin að vera skrýtin helgi, eða alveg síðan ég kom aftur. Skólinn er samur við sig og allt annað að takast á við efnið úthvíldur, heldur en útkeyrður. En hinsvegar var heldur búið að breyta til í einkahögum mínum og því allt sem áður var, eiginlega áður en það hófst. Sem auðvita dregur úr manni dug og dáð og er bara helvíti fúlt,

En við fórum krakkarnir og versluðum í búið, allt keypt í IKEA að sjálfsögðu. Þetta er því allt orðið annsi heimilislegt hjá okkur. Ég tók líka með eldhúsdót úr minni búslóð, þannig hér er allt að verða meira svona mitt heimili. Svo er ég nú svo flottur að eiga fataherbergi. Það kemur nú að vísu ekki af góðu því herbergið mitt er svo lítið að það er ekki pláss fyrir fataskáp. Í staðinn var geymslunni á ganginum breytt í fataherbergi fyrir mig. Já, ég er prinsinn hvert sem ég fer.

Ég held ég noti þessa viku til að koma mér á jörðina og koma mér í gírinn.

Annars auglýsi ég eftir ríkum ættingjum, vinum eða kuningjum eða bara bláókunnugu fólki sem vantar að losna við hundraðþúsundkalla. Næsta önn verður stíf.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

allt gott að frétta héðan er enn að finna glans pappír úr stóru bombunni það minnir á gott gamlárskvöld með ykkur

Mamma (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 09:52

2 identicon

Það eru fleiri fiskar í sjónum sagði einhver vitur maður.

IKEA reddar öllu það er ef það er til ekki væntanlegt;)

Kv Ída (loksins komin smá föl:)

Ída (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband