Gáfulegt

Jæja, það er nú alveg merkilegt hvað maður þarft alltaf margt annað að gera þegar kemur að því að læra. Eins og í kvöld kom ég heim um 11, ahh nógur tími til að kíkja á heimavinnuna, hugasði ég. En samt veit ég ekki fyrr en ég er farinn að þrífa baðherbergið. Eitthvað sem Jenny ætlaði að gera, en samt var ég alveg á fullu að að skúra og skrúpa. Ég renndi meira að segja yfir ganginn svona til hafa allt á hreinu.

En það gengur samt ágætlega, ég held samt að mér finnist alltaf eins og ég geri ekki nóg. Samt er ég að vinna minnst 12 tíma á dag. Ég veit samt hvað það er, ég nefnilega ekki að klára frá óþarfa hugsanir sem ég á að vera gera. Eitthvað sem hjálpar alveg gífurlega. En þetta er nú allt að smella saman held ég.

Obama er tekinn við og heimurinn fyllist bjartsýni, ég óska öllum innilega til hamingju. Velkomin í betri heim. Spurningin hver verður okkar íslendinga Obama?

Auðvita ég!

Ekki?

Hva, þessi skóli á svo aldeilis eftir að gera svo snjallan og yfirvegaðan að stjórna einu örríki á hvolfi verður eins og að smyrja kæfusamloku, ekkert mál.

Líklega er samt best að fara koma sér í bólið... Lítið orðið eftir af heilbrigðri hugsun...

Lokaorð þessa dags:

Ef þú vilt koma í veg fyrir að vera gagnrýndur, þá skaltu ekkert gera, ekkert segja og ekkert vera. Kjarval.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Obama bjargar heiminum:)

Ída (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 07:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.