ALÞING HIÐ NÝJA
26.1.2009 | 23:57
Jónas Hallgrímsson
- Hörðum höndum
- vinnur hölda kind
- ár og eindaga,
- siglir særokinn,
- sólbitinn slær,
- stjörnuskininn stritar.
- Traustir skulu hornsteinar
- hárra sala.
- Í kili skal kjörviður.
- Bóndi er bústólpi,
- bú er landstólpi,
- því skal hann virður vel.
- Fríður foringi
- stýri fræknu liði,
- þá fylgir sverði sigur.
- Illu heilli
- fer að orustu
- sá, er ræður heimskum her.
- Sterkur fór um veg,
- þá var steini þungum
- lokuð leið fyrir.
- Ráð-at hann kunni,
- þótt ríkur sé,
- og hefðu þrír um þokað.
- Bera bý
- bagga skoplítinn
- hvert að húsi heim.
- En þaðan koma ljós
- hin logaskæru
- á altari hins göfga guðs.
*
- Vissi það að fullu
- vísir hinn stórráði.
- Stóð hann upp af stóli,
- studdist við gullsprota:
- "Frelsi vil ég sæma
- framgjarnan lýð,
- ættstóran kynstaf
- Ísafoldar.
- Ríða skulu rekkar,
- ráðum land byggja,
- fólkdjarfir fyrðar
- til fundar sækja,
- snarorðir snillingar
- að stefnu sitja,
- þjóðkjörin prúðmenni
- þingsteinum á.
- Svo skal hinu unga
- alþingi skipað
- sem að sjálfir þeir
- sér munu kjósa.
- Gjöf hef ég gefið,
- gagni sú lengi
- foldu og fyrðum,
- sem ég fremst þeim ann".
- Þögn varð á ráðstefnu,
- þótti ríkur mæla.
- Fagureygur konungur
- við fólkstjórum horfði.
- Stóð hann fyrir stóli,
- studdist við gullsprota.
- Hvergi getur tignarmann
- tigulegri.
*
- Sól skín á tinda.
- Sofið hafa lengi
- dróttir og dvalið
- draumþingum á.
- Vaki vaskir menn!
- Til vinnu kveður
- giftusamur konungur
- góða þegna.
Athugasemdir
hvað á betur við núna. Ekkert en verum bjartsýn þetta fer ekkert verr en illa
Mamma (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.