Æi já

Ég fór með Jenny og Sessu að skoða Oxford í gær, yndisleg borg. Eða bær réttara sagt það búa ekki nema um 300 þúsund manns þarna. Oxford er mjög falleg borg og skemmtileg heim að sækja, miklu rólegri og hreinni en london. Að vísu hefur maður lækkað nokkuð hreinlætisstöðulinn eftir að maður flutti hingað út. Til dæmis höfum við strákarnir í skólanum aðgang að hreinlætis aðstöðu á efstu og neðstu hæð í skólanum sem er svo sem allt í lagi. Fyrir utan það að wc-ið niðri er hvorki í byggingu A né B heldur í viðbyggingu milli A og B en ekki er innan gengt á milli þeirra. Neðri aðstöðuna eigum við svo að nota sem búningsherbergi, kannski er óþarfi að taka fram að ekki er talið nauðsynlegt að kynda svona útihús hér í borg. Efri aðstaðan er svo í leikhúsinu/dansstúdíóinu þannig ef  það er í notkun verður maður að skokka niður og út. Ég skipti bara um föt í leikmunageymslunni, og hinir strákarnir á öðru ári á ganginu okkur hinum til mikillar mæðu því ekki eru þeir nú beint með leggi til sýninga nema síður sé.

Annars er búið að vera gott hér, Berglind vinkona Baldvins gisti hér um helgina og bauð til sushi veislu á föstudagskvöldið. Enda er matarboð lámarks greiðsla fyrir gistingu hér á bæ. Við skelltum okkur svo á HMV forum sem er rave klúbbur dauðans, aldrei hef ég verið eins gáttaður á minni annars viðburðarríku ævi. Blessað fólkið var ekki að grínast, þarna voru um tvö þúsund manns að hoppa með glowsticks  og læti og tók þetta alvarlegra en lífið sjálft. Við vorum þarna í klukkutíma og sama lagið hljómaði allan tímann, umbf umbf umbf umbf umbf umbf... Við Berglind skelltum okkur hins vegar niður í bæ og hittum hýra sveina og skelltum úr klaufunum þar til morguninn skall á okkur og við skullum heim.

Ég fór á eina æfingu í morgun á blessuðum Chekov, ekkert er betra en vakna klukkan níu að morgni frídags og gíra sig upp í að leika þrjár systur eftir meistara Chekov. Ég held samt að ég sé að ná gríninu, dramað er svo mikið og algjörlega þeirra eigin sköpun að það er ekki nokkur leið að finna til með þeim. Ef ykkur langar að flytja til moskvu þá endilega gerið það, bara pakka og leggja af stað. Ekki sitja þarna í þrjá tíma og ræða það. Jesús minn góður. 

Ég er annars að velta því fyrir mér að skrifa verk um mínar þrjár systur, spurning hvort það væri drama eða grín. 

Samkvæmt kenningum skólans er drama þegar aðstæður eru þess eðlis að ekki hægt að breyta þeim svo sem einhver liggur fyrir dauðanum eða hefur verið hnepptur í varðhald. Gamanleikur er hinsvegar þegar fólk getur vissulega breytt þeim aðstæðum sem það er í en ákveður að gera ekki til dæmis með því að gera sig vitlaust svo að sjái ekki lausnina. Eða til dæmis ,mig langar svo til moskvu en í staðinn fyrir að fara ætla ég að sitja hér og vorkenna mér og langa bara voða mikið. Þetta er kannski ekki drepfyndið en gefur leikstjóranum leyfi til að draga fram skoplegu hliðina og jafnvel bæta inn stuttum senum til að bæta fegurð og til að draga en frekar fram það sem höfundurinn vill segja með verkinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bráðskemmtilegur gamanleikur með dramatísku ívafi.

Kv stóra sys og Sæþór enn lasinn

Ída (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 15:18

2 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Nákvæmlega, leiðinlegt með þessi endalausu veikindi á honum Sæþóri. Bestu kveðjur í bæinn ;)

Unnar Geir Unnarsson, 17.2.2009 kl. 18:21

3 identicon

sammála Ídu með leikinn..en já borg en ekki bær BARA 300,000 manns svipað og íbúafjöldi Íslands :D

aðalheiður (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 18:31

4 identicon

Gætum sett sokkabuxnaatriðið hennar Hildar af hótelinu í London í leikritið

aðalheiður (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 18:32

5 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Já, Hildur það var sko grínið ;)

Ég sá aldrei það atriði. Ég var alltaf settur inn á klósett þegar fataskipti hófust ;)

Unnar Geir Unnarsson, 17.2.2009 kl. 19:26

6 identicon

ég veit ekki hvað þið eruð að tala um.. ég er búin að blokka þessa minningu úr hausnum mínum :)

Hildur (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.