Hvaða, hvaða...
22.2.2009 | 13:54
... vitleysa er þetta. Nei ég segi bara svona. Skólinn byrjaður á ný og allt á fullu, ég er fullur innblásturs og rembist eins og rjúpan við staurinn að gera mitt besta. Samt er svo margt á döfunni að það er virkilega erfitt að gera sitt besta á öllum sviðum. En fúlt að labba inn á svið vitandi að maður er ekki eins vel undirbúin eins og maður vildi vera. En svona er þetta bara, ég get valið um að vera í fýlu yfir þessu eða bara andskotast til að halda áfram. Og ætli maður láti ekki bara slag standa og reyni að láta þetta ganga allt saman upp. Ég hef ákveðið að gera mitt besta til að koma ævintýrinu mínu í prófið og láta þagnar æfinguna bíða betri tíma. Annars fórum við í þjóðleikhúsið enska og sáum War Horse eða stríðshestinn, meira leikhúsið, ha? Segi frá því seinna, ég verð að rjúka á æfingu. Í dag er ég 53 ára rússneskur yfirforingi og í kvöld 46 ára lögfræðingur frá Chile, mikið var að kollvikin komu að góðum notum.
Athugasemdir
vó! hvaða hvaða ... kollvik ertu að tala um?
Hrefna (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 16:13
Bara veit það ekki skil ekkert í þessu... vaða vaða.
Unnar Geir Unnarsson, 22.2.2009 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.