Í bleikuregni
5.4.2009 | 22:11
Ég gekk heim í bleiku regni er vorblóm trjánna svifu til jarðar til að víkja fyrir grænum laufblöðum sumarsins. En í raun sveif ég um á bleikum skýi, því eftir sýninguna á Gilitrutt á miðvikudaginn var mér tilkynnt að þau vildu mjög gjarnan að Gilitrutt færi á Edinborgarhátíðina, sem er stærsta leiklistarhátíð evrópu. Þannig að fyrsta sýningin mín fyrir utann skóla verður sem sagt á Edinborgarhátíðinni, verk samið og leikstýrt af mér sjálfum. Ég er töluvert montinn af þessu verð ég að segja. Nefndarmenn voru einnig mjög hrifnir að Gilitrutt og hvernig krummavísur blönduðust inn í verkið og þeir nemendur sem höfðu áður séð verkið gleymdu sér alveg í sögunni slík var innlifuninn. Auðvita er margt sem betur mætti fara en nógur er tíminn til að gæla við tröllið og fínpússa fyrir Edinborg.
Gaman er þegar gengur vel.
Athugasemdir
Til hamingju kall þarna! Þetta er frábært og frábær árangur! Æ, já - sumarið er svo sannarlega tíminn : )
Kv.
Agnes
Agnes (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 07:06
Takk mín kæra. ;)
Unnar Geir Unnarsson, 6.4.2009 kl. 10:22
BRAVÓ BRAVÓ HÚRRA HÚRRA.
Áfram með íslenskan menningararf og snillinginn hann litla bróðir minn:)
Kv Ída Björg
Ída (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 10:29
hehe ok takk ,)
Unnar Geir Unnarsson, 6.4.2009 kl. 10:46
gilitrutt útrásavíkingur ? flott hjá þér
Mamma (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 12:38
Þetta er gaman að heyra! fylgist með.... til hamingju Hrefna
Hrefna (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 15:56
Takk fyrir það ,)
Unnar Geir Unnarsson, 7.4.2009 kl. 19:38
Til hamingju með leikstjórnarsigurinn, elsku kallinn minn!!
Þórunn Gréta (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 12:46
Til hamingju!!!
Sóley (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 12:56
Til hamingju Unnar Geir. Aedislegt ad heyra :)
Guja (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.