Æi voðalegt er þetta

Já, það er eitthvað þungt í mér hljóðið um þessar mundir. Þessi skóli er alveg er ganga frá mér, held ég bara. Eins og það er margt sem ég hef lært og hefur verið mér til góðs er alveg jafn margt sem er að gera mann gráhærðan(nema kollvikin þau eru sólbrún um þessar mundir). Ég var í skólanum alla helgina og verð á æfingum öll kvöld næstu viku og næstu tvær helgar en prófin eru 5 júní. Fyrir utann að vera níu tíma á dag í skólanum auk þess að þurfa að vinna heimavinnu er manni svo skipað að eiga sér líf fara í leikhús, lesa leikrit og ná sér í maka. Já, ókei ekkert mál ég hætti bara að eyða óþarfa tíma í svefn og mátíðir þá ætti þetta að smella saman. Arrrg, já svona er þetta bara stundum. Maður ætlar algjörlega vitlaus að verða og svo borgar maður hálfa millu fyrir önnina. Þetta er náttúrulega bara rugl ekki satt? En hér er ég svo það eins gott að maður drullist til að læra eins og maður og hagi sér. Ég get svo bara sofið út og horft á sjónvarpið eða heimsótt vini mína næstu 60 árinn sem ég á eftir ólifað. En þangað til er ég að læra leiklist í litum einkareknum skóla í bretlandi þar sem fólk leggur sig allt fram um að gera hlutina eins fólkna og með sem mestu líkamlegu erfiði og hægt er. Góða nótt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert örugglega að fá kennslustundir fyrir peninginn:) Það er svo stutt í júní þá verður húllumhæ á Stokkseyri:)

Ída (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 19:42

2 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Jú jú, þau eru nú að kenna manni þetta blessaða fólk. Hlakka rosa til Unnar Há og Unnar Gé 2009 á stokkseyri ;)

Unnar Geir Unnarsson, 18.5.2009 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.