Jude Law sem Hamlet?
2.7.2009 | 00:00
Já, vissulega var hann að vanda sig og það var gaman að hafa séð Hamlet fluttan af ensku leikurum. En samt var þetta ekki alveg að virka. Sit hérna heima eftir að hafa setið og horft á verkið þrjá og hálfann tíma og mér er eiginlega alveg sama. Sem þýðir að verkið var ekki gott, það er að segja uppfærslan. Gott leikhús er þegar verkið skilur eftir einhverja hugsun eða mynd eftir í höfði áhorfandans. Eins og minning um ljúfa stund með ættingjum eða vinum, góða máltíð eða fagra tónlist. Annars spyr maður sig til hvers var ég að þessu, hvers vegna leikhús? Ekki er hægt að kenna Jude hunk Lawsyni um það einum, enginn að leikurunum voru að standa sig og leikstjórinn alls ekki. Eitt skilur þó kvöldið eftir, ef þetta er það sem þarf, skal ég verða svo miklu betri. Ég á tvö ár eftir af náminu og ef gengur hér eftir sem hingað til verð ég tilbúin að herja á markaðinn hér í englandi með þursu leikhúsi. Og hana nú ;)
Athugasemdir
það vantaði bara okkur til að skapa þessa minningu með þér ;)
aðalheiður (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 20:19
hehe, þá hefði örugglega verið skemmtilegra. Þá hefðum við pottþétt farið á Mexikanska staðinn, það er svo gaman að vera mexikani ;)
Unnar Geir Unnarsson, 3.7.2009 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.