Aðventan

Aðventan skollin á og allt á fullu nú sem endranær. Ég var í skólanum frá hálf tíu í gærmorgun til hálf tólf í nótt og var svo mættur aftur klukkan eitt í dag til að þrífa. Við þrifum til hálf sex og byrjuðum svo að æfa frá sex til átta. Ég veit að margir vinna meir en ég og erfiðari vinnu en mikið skrambi er ég nú þreyttur. En hvað með það ég er búin að skreytta hér heima og er að hlusta á jólalög, lífið er ljúft.

Næsta laugardag er prófið mikla og daginn eftir leik ég jólasvein á jólaballi íslendinga félagsins.

Þannig nú er málið að fara snemma í bólið meðan það er hægt og drullast til að standa sig, það held ég nú.

Gleðilega aðventu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jólin jólin jólin koma brátt...

Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband