Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Ballet fætur, morðs virði...

Jæja, talandi um hrós... ég er sem sagt með fætur sem eru morðs virði. Jebb, hin litla jassballet kennslukona var eitthvað að setja út á fótaburðinn hjá mér í dag. Hún bað mig um að rétta fram fæturna og benda stórutá beint fram. Fuck, I would kill for those! Sagði hún, nee ne ne nee ne ne sagði ég þá. Allir hlógu, svaka stuð í ballet. En þau voru appó, ég sá að. Ég hélt samt áfram að skakklabbast um salinn, með fæturnar í hnút og aldrei í takt við tónlistana. En í huga mér var svífandi um eins og Boris Búrsníkoff balletmeistari. Því ég er með svo flottar fætur, sjáiði til.

Við áttum að fara í ballet eftir hádegi (Ég hlakkaði svo til að sýna kennaranum fæturnar) en enginn kennari mætti. Ókei, við notuðum tíman og lærðum heima. Þá var komið að sviðsbardagalistum en enginn kennari mætti. Við biðum í klukkutíma, og þá mætti hann loks. Fólk var eitthvað að misskilja stundartöfluna. Ég bætti sveifluna hjá mér með því að kyngja stoltinu og velja léttara sverð. Þvílíkur munur, ég get gert svona svifff hljóð og allt núna. Við notuðum svo síðustu mín. í að læra detta. Kannski kominn tími til þar sem við erum búin að slást í 5. vikur. En það var mjög gaman, ég get núna dottið um allt bæði fram og aftur. En ekki á hlið, hvorki hægri né vinstri. Kannski læri ég það seinna, hver veit...


Allt að koma...

Jæja, strax á fyrsta degi eftir hugarflug heljar, er að byrta til. Kannski er það heimferðinn, kannski nýja stundartala eða er það viðhorfið? Hver veit, en dagurinn var góður í dag. Af hverju? Ég veit ekki það að skoða það.

Sumar ei meir

Jæja, þeir bresku snéru klukkunni aftur á bak í gærnótt. Nú er sem sagt sami tími hjá mér og þér. Sem kom sér vel fyrir mig og John því við græddum klukkutíma á djamminu. En töpuðum honum samt þegar við vöknuðum...

Er búin að hugsa annsi mikið núna um helgina. Ég hef ekki komiðst að neinni ákveðinni niðurstöðu. En ætla að halda áfram að melta þetta.Tvennt jákvætt ný stundartafla brytur upp hversdaginn og ta tamm Unnar Geir er að koma heim. Ég ætla að kíkja á klakann um helga. Aðeins til að fjölskylduna og svona.

Allt er gott, alltaf.


Helgarfrí og þungir þankar.

Ég klappaði æfingu í dag, við sjáum fyrir okkur einhvern hlut (Í þetta inn castard sem er eitthvað vanilusósu dæmi sem hellt er yfir bökur og svoleiðis) Ég gerði allt rétt en ekkert meira en það, sagði kennarinn. Hún sagði einnig að þetta mæti segja um allt sem ég gerði í skólanum. Allt væri rétt og bara fínt ef út í það færi en ekkert meir. Ég skildi greinlega námsefnið, en það væri eins og ég væri ekki að njóta mín hér. Sem er að mörgu leyti rétt. Ég er enn með þau á skilorði. Ókei, ég skal taka þátt í þessu með ykkur en ég er ekki alveg að trúa þessu öllu saman. Ég sé að kenningarnar virka í daglegu lífi, en á sviði? Hef ekki sé það enn þá!Kennarinn vildi nú samt að ég myndi eftir því að þetta er 3. ára nám og aðeins væru 5 vikur liðnar. Hún skildi mig vel en vildi samt að ég skoðaði hvaðan þessar hugsanir kæmu. Hvort ég hugsaði alltaf, ég ætla gera mína skildu. En ekki nú skal ég njóta mín. Því þessi hugsun takmarkar svo möguleika mína á framförum. Ef ég geri bara það sem ég á að gera verður þetta rétt en ekki lifandi. Það er eins og mig vannti innblástur eða þrá til að keyra mig áfram.

 Er þetta ekki það sem ég vildi alltaf gera, er þetta ekki draumurinn? Kannski er ég hræddur við að draumurinn verði að raunveruleika. Því hvað tekur við ef hann rætist? Eitthvað var það sem hélt mér svona lengi frá því að láta á hann reyna. Lífið er byrði er hugsun sem kom upp þegar ég lék fyrri æfinguna mína. Vá, lífið er byrði, gæti Unnar Geir hressi, káti borið svo þunga bagga á herðum sér? Það gæti bara alveg vel verið. Ég veit samt ekki hvar hún kemur þessi stóra hugsun. Ég veit samt að um leið og ég þrái hrósin, þá trúi ég þeim ekki. Ég held alltaf að fólk meini eithvað annað eða sé bara að vera kurteist. Sem það oft er, en alls ekki alltaf. Það fyrsta sem ég hugsaði þegar skólinn samþykkti umsóknna mína var, ókei þetta er greinilega lélegur skóli. Það hlaut eitthvað að vera að skólanum fyrst ég komst inn. Þetta er náttúrulega ekki í lagi, ekki njóta þess að komast inn. Nei, nei um að gera að ekki.

 Ég þarf að leggjast yfir þetta og reyna að finna aftur tilganginn með þessu öllu. Að skilja kærastann, fjölskylduna og vinina eftir á klakanum og halda einn til london. London hina gráu, ljótu skítköldu borg og stunda leiklistarnám 24. tíma sólarhringsins næstu 3 árin. Kennarinn hefur beðið mig að sjá fyrir mér langtíma myndirirnar sem ég vil sjá. Hvar verð ég þegar ég útskrifast, eftir 5 eða 10 ár. Það eru myndirnr sem ég á að skoða þegar ég vakna skjálfandi af kulda á gráum mánudagsmorgni.

Hugsa þetta yfir helgina.


Gaddfreðinn fuglahræða

Um daginn sýndi ég fyrstu æfinguna mína. Ég lék án hluta þegar ég kem heim og byrja að læra heima. Það gekk allt í lagi, ég fékk góða gagnrýni. Sem sagt hvað ég þyrfti að laga og bæta og svoleiðis. Ég var aðeins að reyna of mikið að sýna hvað ég væri mikið að vanda mig. Í staðinn fyrir að vanda mig bara. Gerði ekki allt nógu skýrt. En miðað við fyrstu æfingu bara fínt. En eitt fór mikið í taugarnar á mér. Númer eitt: Strákurinn sem hangir í tímum spyr aldrei spurninga og tekur ekki þátt í tímum nema með örfáum undantekningu. Hann hafði lítið sem ekkert æft sig síðan síðast, og árangurinn eftir því. Hann er samt að fara útskrifast í vor, af hverju er ekki lesið yfir hausamótuntum á honum? Númer tvö: Stelpan sem grenjar. Hún var ekki alveg að gera sig í þetta sinn. Vitið þið af hverju? Vegna þess að mamma hennar sagði henni að hún væri að drepa sig(mamman er með veikt hjarta). Jebb, hún gat ekki leikið sig vinna í tölvunni af því mamma hennar var vond við hana fyrir langa löngu. Ok, það er ömurlegt að segja svona við barnið sitt. En eftir 3 ár í ASAD ætti manneskjan að vera búin að læra að klára hugsanir, í það minnsta leggja þær til hliðar. Svona rétt á meðan hún leikur, eða hvað? Þannig umræðan snerist um orð mömmunar en ekki af hverju hún lék ekki betur en hún gerði. En sem sagt þau tvö komu með undarlegustu athugasemdirnar. Hann bara skildi ekki hvað ég var að gera, og hún heyrði ekki í blaðsíðunum flettast í huganum á mér. Okei ég gæti hafa valið eitthvað skýrara að gera(en allir aðrir skildu mig) og já ég hugsaði ekki hljóðið. En þetta var fyrsta æfingin mín, slappa af hérna. En það sem ég hugsaði var: Heyrðu góða, lítu þér nær kona ég er alla vegana ekki eins og gaddfreðinn fuglahræða með grátstafinn í kverkunum! En ég sagði nú samt ekkert.

Við spjölluðum aðeins í dag ég og fuglahræðan. Og hún er alveg fín, en hún er svolítið óörugg og vill öllum vel. Við þurfum bara að kynnast áður en við getum farið að gagnrýna hvort annað, á uppbyggjandi hátt. Hann er líka mjög fínn strákur og leikur ágætlega, en er upptekinn af því að vera kúl. Ég er líka fínn en stuttur í mér þolinmæðis þráðurinn.


Ballroom

Í dag kom bitri dans hominn brosandi óvænt og kenndi ballroom dans. Hann var eitthvað búin að vinna í sínum málum því í dag kenndi hann okkur raunverulega dans. Brosið var þarna og augun stóðu á stilkum. En hann niðurlægði okkur ekki nærri eins mikið og síðast. Þannig í dag var minn maður dansandi swing eins og ekkert væri eðlilegra.  Ég var samt stessaður því 2 og 3 árs nemarnir voru með okkur. En þau voru okkur ekkert fremri í dansinum. Þannig þetta gekk alltaf vel.  Hér lærum við að ákveða hvernig við ætlum að hugsa fyrirfram í ákveðnum kringumstæðum. Þar sem ég var ekki ð fíla dansskrímslið var ég þegar búin að ákveða vera jákvæður næst þegar leiðir okkar myndu mætast. Ég segi eki að það virki ta tamm einn tveir og bingó. En það gerir hlutina tölvert auðveldari. Ég get ekki eru annsi sterk skilaboð til líkamans. Eitthvað sem maður ætti að temja sér að sleppa alveg að senda.

Gaman að þessu.


Bush og Drill Hall

Ég fór í leikhús á laugardaginn eins og þið vitið. Fyrst var það How to curse, í bush leikhúsinu. Bush leikhúsið hefur ekkert að gera með fíflið sem stjórnar feitabollunum í ameríku. Hins vegar er þetta litið leikhús sem aðeins frumflytur verk eftir óþekkta höfunda.  Fólk sendir þeim handrit, þau skuldbinda sig til að lesa öll innsend handrit. Og svo er nýtt verk sett upp á sex vikna fresti. Annsi flott fyrirkomulag, ekki satt? Verkið var gott, leikmyndin mjög flott en leikurinn misgóður. Verkið er lauslega byggt á The tempel e. sjeikspír gamla. Handritið er að vísu betra en sýningin. Aldrei að vita nema unnsi punnsi pú eigi eftir að setja upp How to curse.

Seinna um kvöldið fór ég í drill hall, gamla góðaleihúsið okkar leikhópsins á senunni. Sá verk byggt á sögu eins af stonewall vitnunum. Þetta var nú eiginlega bara dragshow. Allt í lagi en svolítið skrítið leikhús. Höfundurinn sem líka er leikstjórinn lék eitt af aðalhlutverknum. Hann var svolítið að sýna sig eiginlega´, hann fann ótal tækifæri til að koma fram á pungbindi og hrista á sér rassinn framan í okkur áhorfendur. Það var að vísu merkilegt hvað þær voru lausar á honum rasskinnarnar. Þær sveipluðust annsi langt. En eftir fyrstu 3-4 skiptin var komið gott af rassasveiplum. En þetta var svona stuð hommaréttinda sýning og allir löbbuðu hressir heim á leið að henni lokinni.


Díana sagði og oh my god...

Helstu fréttir frá london. Nú rétt í þessu var tilkynnt í öllum fréttatímum hér í bretlandinu gráa að Díana prinsessa var með meðvitund þegar komið var að henni eftir slysið. Og hún sagði oh my god, oh my god, oh my god...

Ég vildi bara að þið vissuð þetta...


Ekkert er frítt i þessum heimi.

Á íslandi er hægt að setjast inn a kaffihús, kaupa sér kaffi og skella sér svo á netið. En ekki hér í london, ó nei. Hér skalt þú kaupa þér kaffi og borga þig svo inn á netið. Ég sem sagt ætlaði aldeilis að vafra um veraldarvefinn. En klukkustundin á kaffihúsi er seld á 5 pund, hér á ISH er hún seld á 2 pund.  Tek ekki þátt í þessu. Óþolandi ástand. Maður gengur hér um strætin og dreifir pundum hægri, vinstri.

Nóg komið af tuði. Mig verkjar enn í fæturna eftir balletinn í gær. Við snúum hnjánum út og lyftum svo öllu saman upp til hliðar. Enn án þess að nota lærinn strákar, rennið tánni eftir gólfinu og svo beint upp. Já, það er svo mikið hægt! Ég var neikvæði nonni balletdansari í gær, því heilinn á mér var ekki alveg að virka. Líklega vegna þess að ég svaf frekar lítið. Strákarnir voru eitthvað að djamma. Það var indverskt kynningarkvöld og svo karókí á barnum á eftir. Svaka stuð. Ég kom heim um tíu(Var á fyrstu æfingunni minni,þetta er song-play. Við syngjum War, what is it good for og sitjum í rútu) og þá kom John nýji homminn heim og fór að tala um sín hjartans mál, hann var svolítið fullur. Hann er líka með heyrnatæki þannig hann hvorki heyrði né skildi hvað ég var að reyna segja honum. John fór sem betur fer stuttu seinna  aftur niður. Klukkan sex um morguninn,bankaði svo Sam,kærasta Adams, grenjandi  og fór ég til dyra og vakti Adam. Þau áttu sem sagt bókað far í Amsterdamferðina. En rútan var farinn og allt í steik. Bæði John og Adam ruku á fætur og byrjuðu að pakka niður einhverjum fatalöfrum niður í tösku. Þeir höfðu ekki vit á því að vera búnir að því. Ekki er hægt ad segja að þessar aðfarir hafi farið  hljóðlega fram, þó bæði ég og Justin ættu að heita sofandi, enda var klukkan 6 um morgun. Um hálf sjö var allt um garð gengið, og gat ég hvílt augun í smá stund áður en ég þurfti að fara á fætur. En þó ég hafi verið slappur í balletnum, var stuð í steppinu. Eftir hádegi voru vísindi og um kvöldið æfing á fyrsta málverka-verkinu sem ég er í. Þá er unnið út frá eða það er segja aftur á bak frá einhverju ákveðnu málverki. Og atburðarrásin sýnd sem endar svo í kyrrstöðu sem er svo málverkið. Við stillum okkur upp eins og fólkið á málverkinu, í stuttu máli.

En annars ætla ég að fara í leikhús á eftir, eitthvað lítið sjálfstætt leikhús man ekki hvað það heitir en segji ykkur frá því seinna.


Íslenska er okkar mál.

Jæja, Nú skrifa ég bara á alvöru tungumáli. Ekkert th heldur bara Þ og svo framvegis. Nú ætti að vera auðveldara að skilja hvað drengurinn er að reyna segja. Ég er bara orðinn svo ryðgaður í íslensku stöfunum. Þó ég hafi reyndar haldið fyrirlestur um íslensku og íslenska stafi í gærkvöldi yfir 4 hommum(einum kana, einum ítala, einum ungverja sem er kærasti þess ítalska og svo honum kandíska Nick en hann kom út úr skápnum í gær(ég sagði ykkur að þetta væri smitandi) )og einum útlendingi. Þeir voru að fara á djammið og voru að drekk sig til inn á herbergi. Meðan ég horfði a simpson myndina. Svo þegar allir voru orðnir fullur og mjög áhugasamir um land mitt og þjóð. Var ég tilneyddur að halda stutta tölu, sem reyndar gerði stomandi lukku.

Gaman að þessu, ekki satt?


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband