Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Fyrsti skóldagurinn

Fyrsti skóladagurinn að baki á nýju ári. Gekk merkilega vel. Var ekki alveg viss á leðinni í skólann í dag hvort mig langaði yfirleitt að læra þarna. En þegar ég var komin rifjaðist upp fyrir mér hvers vegna ég er leggja þetta á mig. Mig langar að læra leiklist, mig langar að vinna við leiklist. Og þetta er leiðin til að þessar langanir verði að veruleika. Enda gekk bara nokkuð vel í dag. Sama ruglið í gangi sem ég hef pirrað mig á. En nú þekki ég þetta, og þarna er ruglið normal. Þannig til hvers að vera e-ð að pirra sig á þessu. Nú er bara að læra og fá sem mest út úr hverjum degi fyrir sig. Við fengum umsagnirnar frá kennurunum í dag. Allt jákvætt bara, Una is the star sagði  yoga kennarinn, hehe. En athugasemdir sem komu fram snéru að hugarfarinu hjá mér. Það væri eins og mér finndist að ég kynni þetta allt og þyrfti ekkert að læra þetta. Sem er nákvæmlega rétt. En algjörlega rangt af mér að hugsa svona. Bara slappa af hérna og læra eins og maður. Stíga af baki háa hestsins, og haga sér. Þetta er mitt áramótaheit. Taka lifinu með ró, halda stöðugt áfram, en með opnu hugarfari.

ps. Bitri danshommlingurinn kennir okkur aftur ballroomdans. Ég ætti því að hafa e-ð að segja ykkur á föstudögum.

pps. Gaddfreðna fuglahræðan gerði bara grín þegar ég kom of seint í hugleiðslu í dag. Batnandi fólki er best að lifa.


Ef ég sofna í nótt...

Jæja, þá er ég kominn "heim". Ég er búin að koma mér fyrir og mér lýst bara vel á þetta. Mér hefur tekist að gera þetta bara nokkuð huggulegt, held ég. Ég tók með mér smá dót að heiman til að gera heimilislegt. Þurfti vísu að þrífa, smá. Chris hefur ekkert verið duglegur við það, viðurkennir hann. En andinn er góður og ég hlakka til að byrja. Mér finnst eins og ég hafi þroskast mikið síðan ég byrjaði hér að læra. Og ég veit að þetta hefur gert og mun gera mér gott. Það var rosalega erfitt að kveðja fólkið mitt, og það er það lang erfiðasta sem ég geri.

Ég er að hlusta á Palla og Moniku, Ef ég sofna í nótt. Og ég ætla að láta þau svæfa mig í nótt.

Þá er bara að koma sér í gírinn og fá sem mest út úr þessu öllu. Lífið er fallegt, munið það


Nýtt ár

Kannski væri við hæfi að setjast niður núna fara yfir farinn veg og komast að einhveri niðurstöðu um lífið og tilveruna. En ég nenni því ekki. Frekar sakal ég segja frá því þegar ég kemst að niðurstöðu. Ég er farinn að sjá fram á lokin á fríinu. Ég flýg suður á morgun og út á þrettandanum. Get ekki sagt að ég hlakki til. Það er erfitt að kveðja alla. Næsta önn er auðvitað spennandi verkefni. En rólegheit síðustu daga draga svolítið úr manni dugnaðinn. En þetta verður ljúft og að einhverju leyti auðveldara en fyrsta önnin. Í dag ætla ég að kíkja á glósurnar mínar og reyna koma mér í gírinn.

Góðar stundir


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.