Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Í bleikuregni

Ég gekk heim í bleiku regni er vorblóm trjánna svifu til jarðar til að víkja fyrir grænum laufblöðum sumarsins. En í raun sveif ég um á bleikum skýi, því eftir sýninguna á Gilitrutt á miðvikudaginn var mér tilkynnt að þau vildu mjög gjarnan að Gilitrutt færi á Edinborgarhátíðina, sem er stærsta leiklistarhátíð evrópu. Þannig að fyrsta sýningin mín fyrir utann skóla verður sem sagt á Edinborgarhátíðinni, verk samið og leikstýrt af mér sjálfum. Ég er töluvert montinn af þessu verð ég að segja. Nefndarmenn voru einnig mjög hrifnir að Gilitrutt og hvernig krummavísur blönduðust inn í verkið og þeir nemendur sem höfðu áður séð verkið gleymdu sér alveg í sögunni slík var innlifuninn. Auðvita er margt sem betur mætti fara en nógur er tíminn til að gæla við tröllið og fínpússa fyrir Edinborg.

Gaman er þegar gengur vel.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband