Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
Loka lok
29.7.2010 | 08:21
Já, eitthvað gengur nú hægt að blogga. En sýningum á All My Sons er lokið og gekk bara stórvel. Enda er ég í smá spennufalli enn í dag, því þetta var nú töluverður biti að kyngja. En í framhaldi af þessari sýningu hefur mér verið boðið að taka þátt í sýningu í haust. Þetta er smáhlutverk í tveggja einþáttunga verki eftir meistara Tennessee Williams, Life by Tenn, ég leik í The case of the Crushed Petunias. Þetta verður því í fyrsta sinn sem ég stig á svið í London sem atvinnumaður. Sem er nokkuð gott, enda ekki útskrifaður og ekkert farinn að leita mér að vinnu.
Annars gengur hér allt sinn vana gang, við erum á námskeiðum mikið núna, og byrjum svo á nýju verki eftir næstu viku.
Yfir og út.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Glíma
8.7.2010 | 06:42
Já, glíman við hann Joe Keller gengur vel, þetta er safaríkur karekter. En merkilegt hvað maður er alveg búin á því eftir æfingar að halda þessum gaur í höfðinu. En samt er þetta nú eins og að vera í sumarfríi því nú æfum við bara sex tíma á dag ,byrjum á jóga á morgnanna og tökum svo klukkutíma í mat. Þannig að þetta er átta tíma vinnudagur, en meira svona eins og hjá fólki.
Annars hefur verið hér gestur austan frá vopnafirði og verður út vikuna, hún Sigga Dóra með meiru. Henni fannst hótelið of dýrt og baðst hér gistingar. Sem var auðgert, enda er hún örugglega búin að margborga gistinguna með mat og málgleði.
Sem sagt hlutirnir að gerast, og veðrið leikur við hvurn sinn fingur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
London Pride :)
3.7.2010 | 11:52
Já, í dag fögnum við 40 ára afmæli gleðigöngunar hér í london. Milljón manns munu syngja,dansa og fagna með gleði og þakklæti ástinni og frelsinu. Ég sem stoltur íslendingur geng fyrir okkar litla land sem er öðrum þjóðum fyrirmynd í mannréttindum og jákvæðri baráttu samkynhneigðra.
Takk litla land, ÍSLAND BEST Í HEIMI!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hún Ída mín á afmæli í dag
2.7.2010 | 06:47
Já, í dag fagnar elsku besta Ída systir mín afmæli sínu. Mikið verður gaman að vera loksins með þér á afmælinu þínu og gefa þér pakka og knús, það verður næsta sumar. Ég vona að þú hafir það sem allra allra best systir góð og að þú njótir dagsins, innilega til hamingju.
Aðalheiður Björt, Hildur Evlalía, Ída Björg Unnarsdóttir og svo hann Ég.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Englaraddir
1.7.2010 | 17:22
Ég var að rölta heim eftir æfingu um daginn, þunghugsi. Því þetta er fyrsta skipti sem ég leik aðalhlutverk eftir að ég kem hingað út. Efasemdir um að ég myndi ráða við þetta og annað viðlíka flögraði um hugann. Þegar allt í einu heyri ég barnakór syngja í reggí sveiflu Every little thing is gonna be alright eða Hver einasti litli hlutur á eftir að verða í lagi í beinni þýðingu. Þarna sungu krakkarnir úr öðrum grunnskólanum hér við götuna, öll í einum kór á sviði skreytu ótal þjóðfánum. Enda er þetta mjög alþjóðlegt hverfi. Tilviljun? Pottþétt en engu að síður kom þetta mér í hið besta skap og ég þakkaði fyrir að fá þetta tækifæri til að takast á við og læra sem mest áður en ég kveð skólann. Mest er ég þó þakklátur fyrir að hafa val um gera það sem mig langar að gera í lífinu.
Lífið er yndislegt sungu einhverjir, og í þetta sinn er ég algjörlega sammála.
Lífið heil
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)