Nýr effel?
10.6.2008 | 07:01
Ég hélt að ég væri staddur í franskri bíómynd þegar ég vaknaði í morgun. Effel turninn í smíðum blasti við mér. En eins og allir vita sést effel turninn úr öllum gluggum húsa í bíómyndum sem gerast í parís. En ekki var nú svo, þetta er bara einhver byggingarkrani. En maður getur samt látið sem svo sé. Í tilefni af þessari morgun sýn ætla ég að tala með frönskum hreim í allan dag.
ps. Það gengur illa að hlaða inn myndum af turninum reyni aftur seinna.
pps. Ef þið fréttið af furðuhlutum á flugi þá er það bara ég. Morgunkaffið var í sterkara lagi í morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sumar
9.6.2008 | 06:49
Jæja, sumarið er komið aftur í london eftir stutt haust sem gekk hér yfir okkur borgarbúa. Sem er nokkuð táknrænt, nú þegar farið er að róast um í skólanum. Frí = gott veður.
Prófið gekk vel. La bohéme arían tókst mjög vel, sérstaklega seinni sýningin. En þá gaf geisladiskurinn upp öndina og varð ég því að tralla þetta án undirleiks. Það þótti fólki nokkuð vel af sér vikið. Verkið var svo valið til að vera flutt á opnu degi og var tekið upp til að nota til kynningar á skólanum. Ég er bara ánægður með mig þessa dagana.
Nú tekur við venjuleg vika í skólanum, líklega engar kvöldæfingar. Á laugardaginn eru svo sumartónleikar skólans og eru allir velkomnir. Eftir það tekur svo við sumarfrí í tvær heilar vikur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Dómsdagur
6.6.2008 | 06:29
Kannski ekki alveg, en prófdagurinn er runnin upp. Við ætlum að renna einu verkinu fyrir yoga tímann á eftir. En við vorum að til hálf tólf í gærkvöldi sem var bara nokkuð snemma. Alt gekk vel í gær og því ástæða til að ætla að allt gangi vel í dag. Hvernig sem fer fáum alltaf köku í kvöld, það alltaf huggun harmi gegn, ekki satt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tec day
5.6.2008 | 06:53
Í dag er tæknidagurinn, þá skipuleggjum og undirbúum við prófið fyrir morgundaginn. Sem þýðir að við setjum upp allar leikmyndirnar og tökum þær svo aftur niður, tvisvar. Ógeðslega gaman ;)
Ég er í 7 verkum af 11 á morgun sem bara fínt. La bohéme arían komst í gegn, svo það verður gaman. Gaman að vera í krefjandi verki. En svo ég líka í leikmuna hlutverkum, lék styttu, hendurnar á Elvis, þjón sem gengur bara um og syng jólalög bak við vegg. Að auki aðeins stærri hlutverk,ég er tvíburapabbi í litlu hryllingsbúðinni, stelpurnar sem leika tvíburana mína eru ekkert sérstaklega líkar önnur er sænsk en hin brasilísk. Ég varð því að gera pabban svolítið heimskan til að samþykkja þær sem dætur mínar. Svo er ég reiður rússi í lest, það nú ekkert mál. Það svolítið eins og vera reiður íslendingur í strætó, bara aðeins kaldara.
Prófið er á morgun, óskið mér góðs gengis
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Koma svo
2.6.2008 | 06:57
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Allt að koma
30.5.2008 | 07:00
Ég átti gott tal við einn kennarann í gær. Hún er mjög klár og getur séð margt sem er í gangi í höfðinu á manni... og konu, pilti og stúlku. Allavega er margt sem ég ekki sá sem ég þarf að klára. Merkilegt þegar einhver spyr hugsar þú þetta? og þú fattar um leið að þú hefur alltaf gert það. Án þess að hafa verið meðvitaður um það. Svo er spurt hvaðan kemur þessi hugsun? og svarið kemur um leið, einhver minning birtist og þú sérð og skilur af hverju þetta er að brjótast um í höfðinu á þér. Um leið og hugsunin verður ljós er ferlið hafið að klára hugsun. Þú sér að þú þarft ekki að hafa þessa hugsun, hún gerir þér ekkert gott. Í staðin skapast rými fyrir nýjar og gagnlegri hugsanir. Flest okkar bera með okkur þungar hugsanir sem spruttu út frá hugsun sem varð til vegna atburðar. Atburðar sem kannski enginn annar tók eftir. Til dæmis pabbi lofaði alltaf að fara með mig í sund en gerði það aldrei = Það er ekki hægt að treysta körlum, allir hinir pabbarnir fóru með börnin sín í sund = Ég er utanveltu, Lífið er ekki fyrir mig. Svona til dæmis, en hugsanir eru bara hugsanir. Þetta eru bara efnaskipti í heilanum á okkur og við getum alveg skapað jákvæðar hugsanir eins og neikvæðar. Við þurfum bara að ákveða hvorar við viljum til að fylla okkar huga.
Verð að rjúka í skólann.
Lífið er gleði, lífið er einfalt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Morgun
28.5.2008 | 06:46
Jæja, ég lét mig hafa það þó mig langaði voða mikið að vera heima. Það kom svo í ljós að þetta var síðasti fimleikatíminn, þessa önn. Sem er ágætt, en mér gekk samt ágætlega, ég hoppaði og rúllaði mér í kollnís eins og til var ætlast.
Talandi um stóla. Í gær var ég stóll. Við erum að semja dansverk og í einu atriðinu er ég svona samanbrjótanlegur sólbaðsstóll. Mjög gaman en reynir töluvert á kviðvöðvana.
Þrifdagurinn mikli er á sunnudaginn. Þá látum við eins og okkur sé sama um húsnæðið og gerum fínt fyrir prófi. En á laugardaginn eru sýningar. Ég er í 10 af 13 svo það verður nóg að gera. Ég hef geinilega ekkert bætt mig í því að segja nei við leikstjóra. Sem er kannski kostur, leikari sem vill ekki leika er aumur leikari.
Það er kalt og úti er blautt, en ég á flíspeysu og regnhlíf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Morgun ógleði
27.5.2008 | 06:50
Æi það er kalt og úti er blautt. Og ég nenni svo innilega ekki að fara hoppa og skoppa um í fimleikum í dag. Það hefði verið frábært að hafa haft kjark tvítugur til að fara út í nám. Svona er þetta bara...Mitt val er að njóta eða þjást. Ég ætla hvorugt að gera, aðeins að lifa af.
En annars gengur vel. Nú er það nýasta að hreinsa orð. Sem sagt við eigum að hreinsa allar okkar hugsanir sem við tengjum við orð. Svo sem stóll er eitthvað með fjóra fætur, bak og setu. Þannig að þegar persóna sem þú leikur segir stóll þá hefur þú hennar hugsanir tengdar stólum en ekki þínar. Þessar hugsanir hleður þú svo inn. Æfingin fer þannig fram, þú kemur þér vel fyrir og þylur svo upphátt hvað þýðir orðið stóll? En fyrst þarf að hreinsa orðið hvað svo þýðir og að lokum orðið. Að því loknu hreinsar leikarinn hvert einasta orð sem hann segir sem persónan í verkinu.
Svo segja þau að lífið sé einfalt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ástin lifir af eilífu
24.5.2008 | 12:26
Í dag ætla Tinna litla kirsuber og Prinsinn að giftast.
Innilega til hamingju litlu hjón, heilla óskir og von um glæsta framtíð með ást og kærleik alla daga. Lifið heil í hundrað ár, svífandi um á bleiku sykurhjúpuðu skýi.
Koss á kinn
xxx
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Kung Fu
24.5.2008 | 12:21
Kung fuið gekk bara vel. Ekkert spaugilegt svo sem. Þetta snýst bara um að passa að tjí-ið fari ekki í hjartað eða höfuðið. Þess vegna stígum við frá vinstri til hægri. Jebb, það held ég nú. Ég næ líklega Júró í kvöld í minsta kosti stigagjöfinni. Ef vel gengur að sýna í dag. Að vísu er stundvísin ekkert að fara með fólk í þesum blessaða skóla, svo það getur brugðist til beggja vona. Ég er næstum viss um að ég ætla að skrá mig á kvöld námskeiðið næsta ár. Þá er ég í skólnum frá sjö til tíu mánu- til fimmtudag allan laugardaginn en frí föstu- og sunnudag. Sem gefur mér þá tíma til að lifa smá lífi og undirbúa mig eins vel og ég vil fyrir tímana. Því leikstjórnin bætist við á næsta ári og ég ætla ekki að fara sofa tvo til fjóra tíma á sólarhring eins og sumir gera hér. Það er eitthvað ekki í lagi þegar allir nemendurnir eru að telja niður dagana í næsta frí. Við ættum að vera full af eldmóði og sköpunargleði drifinn áfram af innblæstri. En í staðinn göngum við um eins og svefngenglar með markmiðið eitt að lifa af daginn.
En nú er ég ekki aflögufær um meiri tíma tilað tapa mér hér. Verð að fara undirbúa sýningar dagsins.
Hafið það sem allra best.
Bloggar | Breytt 25.5.2008 kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)