Huginn Bjarki
26.4.2010 | 06:43
Elsku litli og allra nýasti frændi minn á afmæli í dag. Hann Huginn Bjarki er bara strax orðinn eins árs,elsku skinnið.
Innilega til hamingju með daginn frændi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sandra Björg
13.4.2010 | 06:46
Hún Sandra Björg, elsku litla frænka á afmæli í dag. Innilega til hamingju litla skott, njótu dagsins. Ída mín, ég sendi þér baráttukveðjur, gangi þér vel með skotturnar allar ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fermingar
29.3.2010 | 07:01
Hann Skúli Berg, besti frændi minn fermdist á laugardaginn. Góður dagur og pilturinn til prýði og fjölskyldu sinni til sóma. Ída systir bað mig um að stjórna veislunni og eitt skemmtiatriðið var að við systkynin Hildur, Aðalheiður og ég sungum til Skúla texta við Hallelujah eftir Cohen. Reyndar biðum við þanngað til í eftirpartýið var komið, við vorum ekki viss hvort lagið ætti við svona í aðalveislunni. En textinn er svona.
Ó, hann Skúli Berg er fermdur nú
Það fermdi hann einhver úfinn frú
Hann er fermdur og englar syngja Hallelúja
Að sit´í kirkju er þrautinn þung
Af leiða mig langar að sparka í pung
Hann er fermdur og hann syngur Hallelúja
Ferming Skúla
Ferming Skúla
Ferming Skúla
Ferming Skúla
Við erum samt hér öll á lífi nú
Að fagna því hann tók kristna trú
Hann er fermdur og englar syngja Hallelúja
Ó,Skúli Berg þú ert besta skinn
en þú skuldar mér einn vinur minn
Þú ert fermdur og ég syng Ó, Hallelúja
Ferming Skúla
Ferming Skúla
Ferming Skúla
Ferming Skúla
Ó, hann Skúli Berg er fermdur nú
Það fermdi hann einhver úfinn frú
Hann er fermdur og englar syngja Hallelúja
En út í lífið ferðu brátt
gríptu það og trúðu á eiginn mátt
Þú er fermdur og syngur Ó, Hallelúja
Ferming Skúla
Ferming Skúla
Ferming Skúla
Ferming Skúla
Bloggar | Breytt 30.3.2010 kl. 06:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
HahhaahhHhahahah
22.3.2010 | 13:16
![]() |
Jónína og Gunnar í hjónaband |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Úti er ævintýri...
19.3.2010 | 23:23
Já, það er merkilegt hvað helvítis hamingjan ætlar að stoppa stutt við hjá mér. Ég fer að verða komin með sigg á hjartað, það hefur verið rifið svo oft úr brjósti mér.
Ég er ráðalaus gagnvart þessu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eftir önn...
17.3.2010 | 16:00
Jæja, ströng en stutt önn að baki. Ég kom þremur verkum í gegn, eitt fór í prófið og tvö stöðust önnina. Auk þess var ég nemenda aðstoðarskólastjóri í fimm vikur. Geri aðrir betur, ég er súperman!
Eða næstum því... Í það minnsta er ég rogginn með mig.
Í dag er Santi Patreksdagur hér í borg. Þá drekka bytturnar á horninu í grænum bolum og bareigandi hengir upp blöðrur. Ég sjálfur sötra Guinnes ölara svona rétt áður en ég fer að kenna miðaldra konum jóga. En jóga kennarinn okkar bað mig að leysa sig af í nokkra tíma núna í fríinu. Fínt að fá inn smá aur.
Annars er ég bara að undirbúa íslandsför og svo næstu önn að sjálfsögðu. Næst er það ópera og söngleikur, iss piss og pela mál, ekkert mál. 7, 9 ,13 ber í við.
Yfir og út.
Bloggar | Breytt 22.3.2010 kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dagur eftir þennan dag
3.2.2010 | 07:43
Nei, ég er ekki að tala um Dag Bé Eggertsson hinn fagra. Bara svona dagana yfirleit. Hér rúllar allt sinn vanagang, skóli æfingar og heimavinna. Shakespeare æfingin mín gekk mjög vel og ég er byrjaður að vinna senu úr Ég er Meistarinn eftir Hrafnhildi Hagalín. En Hrafnhildur gaf mér góðfúslegt leyfi til að vinna með verkið hennar, fann hana á facebook, við erum núna vinir.
Á föstudaginn tek ég við sem nemenda aðstoðarskólastjóri, því skólinn er að hluta nemenda rekinn. Spennandi en þýðir náttúrulega meiri vinnu. Gaman af því. Annars fer þetta nú að klárast, námið sko, lífið er rétt að byrja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tónleikar
30.1.2010 | 12:31
Hildur systir mín fallega heldur tónleika í kvöld klukkan 18:00 í Laugarneskirkju. Skyldu mæting fyrir allar kerlingar, alla kalla með eða án skalla og hressa krakka káta.
Ég óska þér góðs gengis elsku Hildur mín ég hugsa til þín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hildur að syngja
27.1.2010 | 07:50
Hún litla systir mín heldur burtfarartónleika sína á laugardaginn kl 18:oo í Laugarneskirkju, endilega allir að skella sér í kirkjuna.
Sýningin mín gekk ekki alveg nógu vel í gær ég þarf eitthvað að endurskoða hana. En æfingin á shakespeare verkinu gekk vel í gærkvöldi gekk vel svo það verður spennandi að sýna það á morgun.
Við erum að vinna að leyniverkefni sem gæti skilað mér hlutverki í bíómynd í haust, spennadi. Þetta er leyni því myndin á að koma fólki á óvart. En núna erum við bara að vinna þetta í spuna.
Annars er hér skítakuldi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Blogg leti
26.1.2010 | 07:39
Já, það hefur verið erfitt að finna tíma til að blogga, hvað þá að hringja í fjölskylduna. En ég er hér enn og allt gengur vel. Er að fara sýna fyrstu leikstjórnar æfinga þessa önnina í kvöld. Ég lauk fyrsta hlutanum af kennslu náminu í síðustu viku, og gekk það bara nokkuð vel. Þessi önn verður annsi ströng en vonandi sú næsta og sú síðasta af leiklist og leikstjórn verði eitthvað rólegri.
Bretarnir eru að komast yfir snjókomuna um daginn og lífið bara gengur sinn vana gang.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)