Færsluflokkur: Bloggar
Enn eitt árið
9.8.2010 | 20:50
Þessi afmælisdagur kom eiginlega svolítið aftan að mér verð ég að segja. Stærstu áfangarnir eru útskriftir á komandi mánuðum svo árlegir viðburðir eins og afmæli hreinlega gleymast. En engu að síður er að renna í 10. ágúst, eins og gerist árlega og þá bætist eitt ár í sarpinn. Ég veit ekki hvað ég á að safna mörgum, það kemur bara í ljós. En ég er nú komin með slatta, þannig sé sko.
Já, blendnar tilfinningar verð ég að segja. Þetta er allt í góðu sko, skólinn og komandi ár. Ég er ekkert smeykur við að takast á við komandi verkefni. Mér bara leiðist að brasa þetta allt saman einn alla tíð. Ég er ríkur af vinum og kunningjum og fjölskyldan er alltaf í kallfæri, en samt. Nóg er nú af skrítnum einsetu körlum í mínum ættum að ég bætist nú ekki í þann hóp. Það er víst nóg af fiskum í sjónum, en annsi margir af þeim eru bölvaðir þorskar.
En guð hjálpi okkur nú ef ég ætla nú að leggjast í kör yfir þessum hugsunum. Lífið er einfalt og það eru alltaf til minnst tvær lausnir á öllum verkefnum sem fyrir okkur eru lögð.
Ég er að fara kenna í fyrsta skipti á miðvikudaginn, hlakka mikið til. Svo er ég að reyna að fá að komast inn að kenna jóga næsta vetur. Sé hvernig það fer. Svo byrja æfingar á atvinnu verkefninu þann 18, og síðasta leikritið okkar sem 3. árs nema hefst núna á miðvikudaginn. Svo nógur andskotinn er að gera.
Mig langar í flugmiða til íslands og til baka í afmælisgjöf og 13 milljónir eins og Ómar Ragnarsson og bland í poka fyrir 200 kr, ekki mikið af sterkum molum.
Lifið heil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Án Þín
4.8.2010 | 09:44
Án þín er lag sem ég fyrst söng í brúðkaupi Öddu og Þórhalls. Sama ár fékk ég Valdimar Kristjónsson til að spila með mér og Kristínu Þóru Haraldsdóttur til að taka upp fyrir mig. Þessa upptöku gaf ég svo fólki sem mér þótti sérstaklega vænt um í jólagjöf. Núna tókst mér svo loksins eftir langa mæðu að koma laginu yfir á youtube.com, vonandi fyrsta lagið af mörgum. Vona að þið njótið vel.
http://www.youtube.com/watch?v=lqBxmanywIA
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Loka lok
29.7.2010 | 08:21
Já, eitthvað gengur nú hægt að blogga. En sýningum á All My Sons er lokið og gekk bara stórvel. Enda er ég í smá spennufalli enn í dag, því þetta var nú töluverður biti að kyngja. En í framhaldi af þessari sýningu hefur mér verið boðið að taka þátt í sýningu í haust. Þetta er smáhlutverk í tveggja einþáttunga verki eftir meistara Tennessee Williams, Life by Tenn, ég leik í The case of the Crushed Petunias. Þetta verður því í fyrsta sinn sem ég stig á svið í London sem atvinnumaður. Sem er nokkuð gott, enda ekki útskrifaður og ekkert farinn að leita mér að vinnu.
Annars gengur hér allt sinn vana gang, við erum á námskeiðum mikið núna, og byrjum svo á nýju verki eftir næstu viku.
Yfir og út.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Glíma
8.7.2010 | 06:42
Já, glíman við hann Joe Keller gengur vel, þetta er safaríkur karekter. En merkilegt hvað maður er alveg búin á því eftir æfingar að halda þessum gaur í höfðinu. En samt er þetta nú eins og að vera í sumarfríi því nú æfum við bara sex tíma á dag ,byrjum á jóga á morgnanna og tökum svo klukkutíma í mat. Þannig að þetta er átta tíma vinnudagur, en meira svona eins og hjá fólki.
Annars hefur verið hér gestur austan frá vopnafirði og verður út vikuna, hún Sigga Dóra með meiru. Henni fannst hótelið of dýrt og baðst hér gistingar. Sem var auðgert, enda er hún örugglega búin að margborga gistinguna með mat og málgleði.
Sem sagt hlutirnir að gerast, og veðrið leikur við hvurn sinn fingur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
London Pride :)
3.7.2010 | 11:52
Já, í dag fögnum við 40 ára afmæli gleðigöngunar hér í london. Milljón manns munu syngja,dansa og fagna með gleði og þakklæti ástinni og frelsinu. Ég sem stoltur íslendingur geng fyrir okkar litla land sem er öðrum þjóðum fyrirmynd í mannréttindum og jákvæðri baráttu samkynhneigðra.
Takk litla land, ÍSLAND BEST Í HEIMI!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hún Ída mín á afmæli í dag
2.7.2010 | 06:47
Já, í dag fagnar elsku besta Ída systir mín afmæli sínu. Mikið verður gaman að vera loksins með þér á afmælinu þínu og gefa þér pakka og knús, það verður næsta sumar. Ég vona að þú hafir það sem allra allra best systir góð og að þú njótir dagsins, innilega til hamingju.
Aðalheiður Björt, Hildur Evlalía, Ída Björg Unnarsdóttir og svo hann Ég.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Englaraddir
1.7.2010 | 17:22
Ég var að rölta heim eftir æfingu um daginn, þunghugsi. Því þetta er fyrsta skipti sem ég leik aðalhlutverk eftir að ég kem hingað út. Efasemdir um að ég myndi ráða við þetta og annað viðlíka flögraði um hugann. Þegar allt í einu heyri ég barnakór syngja í reggí sveiflu Every little thing is gonna be alright eða Hver einasti litli hlutur á eftir að verða í lagi í beinni þýðingu. Þarna sungu krakkarnir úr öðrum grunnskólanum hér við götuna, öll í einum kór á sviði skreytu ótal þjóðfánum. Enda er þetta mjög alþjóðlegt hverfi. Tilviljun? Pottþétt en engu að síður kom þetta mér í hið besta skap og ég þakkaði fyrir að fá þetta tækifæri til að takast á við og læra sem mest áður en ég kveð skólann. Mest er ég þó þakklátur fyrir að hafa val um gera það sem mig langar að gera í lífinu.
Lífið er yndislegt sungu einhverjir, og í þetta sinn er ég algjörlega sammála.
Lífið heil
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Upphafið að endinum
28.6.2010 | 06:46
Fyrsti dagur síðustu sumarannar runnin upp. Tilhlökkun og hvað skal sega leti í bland, það er nú mánudagur eftir allt. En annars er sumar önnin alltaf svolítið eins og frí. Því nú vinnum við ekki á kvöldin og ekkert um helgar. Engin eiginleg stundskrá er heldur vinnum við aðeins að einni uppsetningu í einu og setjum upp tvö verk yfir önnina. Við 3. árs nemar byrjum á All My Sons/Allir Synir Mínir eftir Arthur Miller. Ég leik Joe, pabbann, þannig í sumar verð ég 61 árs tveggja barna faðir í ameríku 1946.
Annars gengur þetta bara sinn vanagang. Fríið var mjög gott og endurnærandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er auðgert, Karl.
26.6.2010 | 09:39
Ekkert mál Kalli minn.
Öllum verður okkur nú á, en stórmannlegt er að viðurkenna þegar svo ber undir. Annað eins hefur nú gengið yfir samkynhneigða. Óskandi er að við getum nú haldið áfram í sátt og lagt allt sorphauga tal til hliðar. Mikilvert er að á meðan þú Karl ert yfirmaður þjóðkirkjunnar og kirkjan sú er ríkisrekin er að stofunin og starfsmenn hennar vinni með og fyrir þjóðina.
Blessi þig gæskur og velkominn í nútíðina í öllum regnbogans litum.
![]() |
Biskup Íslands biður samkynhneigða afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Á lífi
23.6.2010 | 22:28
Já, það er orðið svo langt síðan ég bloggaði síðast að það liggur við að maður sé feimin.
Skólinn er búin í bili er núna í milli anna fríi. Síðasta önn gekk mjög vel og fyrir ykkur sem eruð viðkvæm fyrir monti vinsamlegast hættið í lesa núna. Einn nemandi sýndi allar leikstjóra æfingarnar þessa önn og sýndi þær eins oft og kveðið er um í reglum skólans. Að auki sýndi sami nemandi æfingu sem ekki hefur verið sýnd síðan elstu menn muna. Þessi nemandi er auðvitað ég. Venjulega ná leikstjórar ekki að klára allar æfingarnar, hvað þá að gera þessa auka. Ég sýndi sem sagt Verse eða verk í bundnu máli, ég valdi Doctor Faustus eftir Marlowe, samtíðarmann Shakespears. Sú sýning gekk vel, en ég sýndi þá æfingu aðeins einu sinni. Allt í lagi, montinu lýkur hér.
Auðvitað hefur gengið á ýmsu síðustu mánuði en það er of langt mál að reka það hér. Ég er búin að vera í fríi núna í næstum tvær vikur, og vægast sagt notið þess í botn. Sofið út á hverjum degi og bara leyft mér að leiðast. Stundum verður maður bara að fá að iðjuleysast, á þess þó að leysast upp. Við byrjum reyndar aftur á mánudaginn en þá verð ég líka tilbúin að skella mér í lokaslaginn.
Sem sagt nú á ég eftir þessa sumar önn til að klára leikarann, þannig að 4. september verð ég leikari. Svo byrja ég að æfa lokaverkefnið mitt 4. oktober og sýni það 22. nóvember, þá verð ég leikari. Eftir það leik ég svo í sýningum hjá tveimur sænskum kvenn leikstjórum, guð hjálpi mér. Því ætti að ljúka april/maí. Þá verð ég frjáls maður. Í júní 2011 verðum við svo með showcase-ið okkar eða útskriftar/prufu/sýningu þar sem við flytjum einræðu og samtalsbút/lag. Þá verð ég "ungur" leikari í leit að vinnu, einhver? Ég ætla að sjálfsögðu að syngja, langar að syngja óperudrauginn Tónlist Næturinnar eða Music of the Night, fyrst maður getur trallað.
Jæja, þá er klukkan farinn að ganga tólf og enn er 28 stiga hiti. Ég lá út í sólinni í allan dag að lesa sumarleikritið okkar, ó ljúfa líf ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)