Færsluflokkur: Bloggar

Frábær hugmynd

Já, ekki þarf að spyrja að ungum sjálfstæðismönnum. Þarna kom lausnin á málinu, einkavæða. Aldrei hefur einkavæðingin klikkað og alltaf hefur hún komið neytiendum til góða. Hér í englandi eru til dæmis allir í sjöunda himni yfir einkavæðingum Járnfrúarinnar og taka himinlifandi öllum gjaldskrár hækkunum á gasi, rafmagni og síma. Því nú fara peningarnir í vasa ríkrar kalla í staðinn fyrir að vera notaðir til að púkka upp á gamalt fólk og sjúklinga. Eins veit ég að íbúar á landsbyggðinni heima á íslandi eru dauðfegnir að vera ekki með pósthús og banka í hverju krummaskuði. Og geta því gert sér dulítið ferðalag svona til tilbreytingar þegar þarf að senda pakka eða sinna fjármálunum. Já lifi einkavæðingin alheimslausnin á öllum vandamálum. Sérstaklega þeirra sem ekki hafa bein í nefinu eða getu til að leysa nein mál sjálfir, benda bara á frjálsamarkaðinn. Látum markaðinn bara leysa þetta, hvaða markað? Þennan sama frjálsamarkað sem sigldi öllu hér í strand og botnhvofldi þjóðarskútunni?

Já, mér líst mjög vel á þessa hugmynd, meira af þessari einkavæðingu. Til dæmis myndi enginn vita af íslandi nema fyrir bankahrunið. Kannski getum við líka keyrt orkufyrirtækin í þrot.

Ungir sjálfstæðismenn, guð hjálpi okkur.


mbl.is SUS vill einkavæða Orkuveitu Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það held ég nú.

Eins og sjá má til hér til hægri eru bara 95 dagar til jóla. Það er ekki neitt.

Ég kenndi fyrsta jóga tímann minn í dag, gekk bara vel. 12 litlir fyrsta árs nemar mættir á svæðið hressir og kátir, alls konar fólk. Mest þó af fúlum sænskum stelpum, ekki alveg minn tebolli. En hvað með það ég þrælaði þeim í gengum þetta. Og var lafmóður á eftir, en það er annsi erfitt að tala og vefja útlimunum í kringum sig á sama tíma. En ég var svo ótúlega heppinn að finna tvær nýjar jóga dýnur fyrir utan dyrnar hjá mér á föstudaginn, svo ég mæti eins og atvinnumaður með glansandi nýja jóga dýnu með skýja munstri. Hina not ég hérna heima, hún er nike, merkjavara elskan.

Ég er búin að skila inn lokaverkiefninu og bíð eftir samþykki frá skrifstofunni. Þá get ég byrjað að undirbúa æfingar sem hefjast 4 október. The Killing of Sister George eða Systir George myrt eftir Frank Marcus eða Frakkur Magnús varð fyrir valinu. Þetta er svona gamandramaspennusöngvaástar og haturs verk, fjallar um útvarpsleikkonu sem kemst að því persónan sem hún leikur verður ekki langlíf.

Ég hlakka til Jólanna 

Ég hlakka til frumsýngar á fyrsta atvinnuhlutverkinu mínu 28 sept

Ég hlakka til 22 nóv þá að sýni ég lokverkefnið mitt og hitti fjölskylduna mína

Ég hlakka til í júni að ganga inn í bestu atvinnugrein í heimi

Ég hlakka til næstu 60 ára að gera nákvæmlega það sem mig langar að gera

Ég hlakka til að deyja 90 ára með bumbu og helvíti góða ævi á bakinu

En nú er bara rétt byrjað að hausta hér í london, en um 20 stiga hiti og langt til jóla. Við frumsýnum eftir rúma viku og sýnum 5 sýningar í einu af best þekktu bar leikhúsunum hér í borg. Nóvember kemur hvort sem ég verð tilbúin eða ekki, verður bara gott að vita hvað þau segja um verkið sem ég valdi. Í júní verð ég vonandi á íslandi að vaka frameftir í miðnætursólinni. 60 ár eru tvisvar sinnum það sem ég er búin að draslast í gegnum nú þegar. Ekki heil eilífð heldur tvær. 90 ára? Ég er jóga kennari núna, ég verð 110 minnst.

Gaman af þessu ;)

 

 


Bogga afmælisbarn

Í dag á hún mamma mín afmæli. Innilega til hamingju með daginn elsku mamma. Ég vona að Aðalheiður eldi eitthvað gott í kvöldmatinn og ef það er pabbahelgi hjá þér að sá gamli kaupi kannski blóm eða köku handa þér. Hvernig sem þetta fer nú allt saman óska ég þér góðs dags gæska mín. Þinn lang besti sonur, Unnar Geir :)

 


Útskrift

Þá er ég útskrifaður sem leikari. Síðasta sýningin mín sem leikaranema var í gærkvöldi.

Já, þrjú ár að baki. Ekki langur tími en í öðru þær miklu breytingar sem hafa átt sér stað láta þennan tíma virðast sem áratugir. Þegar ég horfi til baka á myndbönd frá fyrstu önninni er ekki laust við að maður hálf skammist sín fyrir drengstaulann. En hvað með það, þetta er búin að vera góður tími og í raun það besta verkefni sem ég hef teklið mér fyrir hendur. Nú blasir við að fara vinnan í loka verkefninu og ég kem til að halda mér í æfingu með að vinna í sýningunni sem ég verð í núna í lok september. Fyrsta skipti sem ég verð að vinna í atvinnusýningu sem leikari. Ekki sviðsmaður eða tæknistjórn heldur sem leikari sem stendur jafnfætis öðrum leikurum á sviðinu. Það er í raun núna sem ég skrifa þetta að það rennur upp fyrir mér hvað þetta skiptir mig miklu máli.

Leikstjórinn biður svo handan við hornið en það verður núna í lok nóvember sem ég lýk loka verkefninu. 

Í júní næsta sumar verður þessu 4 ára rússíbana ferðalagi lokið. Og það næsta tekur við.

Í dag er alþjóðlegur leti dagur nýútskrifaðara leikara, ég ætla kannski út fyrir húsins dyr, en kannski ekki.

Heil og sæl.

 


Unnar Heimir

Hann Pabbi  minn kæri er afmælisbarn dagsins í dag. Innilega til hamingju gæskur, og hafðu það sem allra allra best í dag :)

Pabbi og Pípuhattur


Fjör á framabraut

Já, það er allt að gerast. Hettusóttin farinn og æfingar á Brúðkaupinu ganga vel, vorum að byrja á sviði í dag og gekk bara vel. Ég tala í falsettu allan tíman sem er spes, en minns er voða trekktur og uppspenntur. Svo var ég að fá staðfest að ég kenni jóga tvo morgna í viku á næstu önn. Spennandi verkefni, ekki hafði ég séð mig kenna jóga fyrir 3 árum.

Svo er bara ein og hálf vika í Unnar Geir Unnarsson leikara.

Yfir og út.

 


Sæþór Berg

Þá er komið að honum Sæþóri að eiga afmæli. Þessi merkis drengur sérvaldi handa mér flottheitis skyrtu í afmælisgjöf um daginn og þakka ég honum fyrir það. Hann Sæþór er einn af london systrabörnunum mínum s.s ég hef lítið kynnst honum þar sem ég er alltaf fastur hér úti. En vonandi með næsta vori verður meira um lausar stundir og þyngri pyngjan til að skreppa upp á ísland og hitta stubbana og kannski passa og panta pítsu. En elsku frændi þangað til hafðu það sem allra, allra best og innilega til hamingju með daginn. Bestur kveðjur, Unnar Geir frændi í london.

Ferming Skúla 004


Svo bregðast krosstré...

Og ég sem hélt að allt væri að ganga svo vel. Hún byrjuð að æfa golf, þó hún hafi nú eitthvað misskilið þetta og lamið Tígra og bílinn hans. Já, svona er þetta bara, kannski bara eins gott fyrir börnin að þurfa ekki að alast upp á heimili sem þetta myndi hanga yfir öllu eins og mara. Gott að þau skilji að þegar einhver brýtur af sér þá verða af því afleiðingar. Hlutirnir verða aldrei eins og þeir voru bara einn tveir og þrír. Tígri hefur bara alveg misst sig í frægðinni, ég er kóngur alheimsins hefur hann hrópað á vélarhlíf golfbílsins eins og Leó í stafni Titanic. Haldið að hann gæti allt og mætti allt. Jebb svona náttúrulega gengur ekki. Lífið snýst ekki um að pútta í holu, ekki gengur að elta járnið. Tígri hefur gleymt að stoppa hugsa og sjá hvað hann hafði, hverju hann hafði áorkað. Þessi maður vann fyrir því sem hann átti hörðum höndum. En það virðist að hann hafi ekki hugsað hvað hann vildi svo gera þegar kæmist þangað sem hann ætlaði. Þess vegna missti hann allt úr höndunum á sér. En sú sænska er dugleg, nú getur hún sprett um skeiðvöllinn með fulla handtösku af krónum með samúð heimsins að baki sér.

Ég ætla hér með að gefa þeim tilfinngarlegt svigrúm til að aðlagast nýju lífi. Áður en ég tjái mig um þetta mál, sem ég annars hef ekkert vit á.


mbl.is Tiger Woods og Elin skilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í lagi

Jæja,

Þetta er allt að koma, bólgan að mestu runnin sína leið. En hausinn enn aumur, og heilinn soðinn eftrir innilegu og dvd. Næst er að hafa sig út í búð og versla eitthvað gott annað en íbúfen. Annars er nennan nú ekki mikil. En hvað með það af stað.

Ég er með smá hnút í maganum vegna þess að það er tvísýnt hvort ég fái eitthvað frá Lín þessa önn. Spurning um að hvort ég sé komin á fimm ára regluna. En það kemur í ljós í dag eða á morgun.

Fyrsta æfing á Life by Tenn atvinnusýningunni minni gekk vel, skrítið að vera vinna með kennurum sem bara einn af hópnum. Þarf að finna jafnvægið þar, ég byrja alltaf með einhverja minnimáttarkennd, sem ég betur fer kann að fara með núna.

Jebb, jebb.

 


Hettusótt

Já, hettusótt. Litli drengurinn Unnar Geir náði sér í þennan yndislega sjúkdóm. Ég er búin að liggja heima, einangraður í 3 daga en verð að vera heima í minnst viku. Andlitið á mér er um það bil tvöfalt en hefur verið að hjaðna samt. Nú er bólgan að mestu komin niður í háls á bringu. Mér líður ekkert illa og þessu fylgja engir verkir. En það er ekkert sérstaklega gaman að ganga um með tvöfalt andlit og bera smitsjúkdóm. En það er lítið við þessu að gera, bara sitja heima og bíða. Jebb, jebb.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband