Éljagangur í borginni

Svo segir mbl.is en hér í minni borg er bara rigning. Reyndar rignir oft hér í borg svo það er ekki frétt í sjálfu sér en vorið er aðeins farið að láta sjá sig. Bleiku blómin eru sprungin út á trjánum en þegar þau falla er komið sumar.

Talandi um sumar, mig langar að koma heim í júlí og ágúst ef þið vitið um góða vinnu fyrir mig endilega látið mig vita. 

Við byrjum á nýju verki núna á mánudaginn, Dial M for Murder eða Veldu M fyrir Morð. Hlakka til því þetta er aðeins léttara en það sem við höfum verið að vinna. Það eru því eftir einar fjórtán vikur af náminu, Húrra.

Ekkert gengur að koma út stóra herberginu, svo ef þið vitið um par eða velstæðan einstakling sem vantar herbergi í london þá erum við með eitt alveg pottþétt.

Fyndið fólkið hérna í london. Við erum flest útlendingar sem búum hérna og því margir siðir frá mörgum löndum í einum potti. Til dæmis eftir jólin þá setti fólk jólatrén út á stétt svo bærinn gæti hirt þau. Þar af leiðandi var fólk hendandi út trjám langt fram í janúar þar sem fólk heldur ekki jólinn allt á sama tíma. Þeir sem svo aftur á móti halda engin jól, sáu þarna kjörið tækifæri og fóru að henda alls kona rusli og drasli í trjáhrúgurnar. Svo í lok janúar voru hrúgur af jólatrjám ýmist með eða án skrauts, rúmbotnum, eldhúskollum og biluðum eldhústækjum um allt hverfið. Ég veit ekkert hvernig fór fyrir þeim eða hver tók þær. En þær eru horfnar.

Ég er alltaf að fá smá íhlaupavinnu í jóganu og alltaf í ríkramanna klúbbum. Um daginn var ég að aðstofa fína frú sem var með svo vel slípaðar neglur að ég skar mig til blóðs. Fyrr má nú aldeilis fyrr vera flott heitin. En eftir viku kenni ég aftur í konunglega bifreiða klúbbnum, og í þetta sinn í langa barnum, veit ekki alveg hvernig það fer ég hef aldrei kennt jóga á breskum bar áður. 

Já, sú sænska var nú alveg að fara með mig blessunin. En samt sem áður náði ég að skemmta mér við leikinn þó verkið sé ekkert skemmtiverk. Ég dey úr berklum eftir að kona mín segist aldrei hafa elskað mig, foreldrar mínir eru báðir látnir sem og tveggja ára dóttir mín. Svaka stuð. Allavega fékk ég mikið og gott hrós frá kennurunum og nokkrum fullum meðleikurum í eftir partíinu. Svo ég er sáttur. Ég verð samt að minnast á meðleika minn, drengur sem var í skólanum fyrir nokkru en útskrifaðist ekki. Hann kunni ekki línurnar á generalprufunni og reyndar ekki á lokasýningunni heldur en hann náði nú samt að bjarga sér þá. En það besta var samt í lokasenunni þegar hann grét og grét yfir dauða bróður hans leikinn af mér, málið var að fyrir senuna hafði hann borið hitakrem í augun á sér. Hvorki fyrr né síðar hef ég upplifað annað eins, þvílíkur sauður. Svo var hann voða góður með sig eftir sýninguna því hann hafði grátið svo mikið. Allt gerist nú í leikhúsinu.

Jebb jebb,

það held ég nú.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband