Frí

Jæja,  Þá er ég kominn í smá frí fram á fimmtudag, ef undan er skilin sýningin í kvöld. En þar er ég líkams staðgengill fyrir leikara sem leikur tvíbura. Stundum þurfa nefnilega bræðurnir að sjást saman. Á einum stað ligg ég sem dauður með gardínu á hausnum. Það hefur gengið ágætlega þar til í gærkvöldi. Við höfðum ekki æft nákvæmlega hvar ég átti að leggjast, svo ég hrundi niður með krampakenndum hætti svona um það bil þar sem ég hélt að ég ætti að vera.  Það reyndist ekki vera réttur staður. Því tvisvar var stigið á fingurna á mér og einu sinni sparkað í hausinn á mér.  Þarna lá ég sem sagt á miðju sviðinu meðan gengið var yfir mig hægri vinstri. Og þar sem sem ég átti að vera dauður gat ég hvorki hreyft legg né lið hvað þá gefið frá mér hljóð. Já, elskunar þetta borgar maður svo fyrir.

Hér er sól og 10 stiga upp á hvern dag og verður allt fríið. Snjór hvað er nú það? Hehe!

Annars þarf ég að læra slatta því nú fær maður smá texta hlutverk. Nú leik ég Kóng, Liverpoolskan fýlupoka, Kaupmann sem er upp 400 fkr., 17 ára dreng á miðils fundi og lík undir gardínu. Ég hlakka til að sá hvað framtíðin ber í skauti sér.

Kíkiði á myndaalbúin,  ég var að bæta við myndum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Myndirðu bjóða mér á Ollie's Café ef ég kæmi í heimsókn? Liverpoolskur fýlupoki er spennandi hlutverk :) Gangi þér vel!

Helga (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 14:03

2 identicon

hæ..flottar myndirnar af fjölskyldunni..maður sleppir því nú ekki að pósa þó það sé ekki allt tilbúið

aðalheiður (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 17:59

3 identicon

Kíkti á myndirnar, þetta er nú allt mjög spennandi hjá þér.  Að liggja sem dauður og láta fólk dangla í höfuðið á sér, kallast kannski að fórna sér fyrir listina!? Jújú, Reykjavik snjórhvít sem aldrei fyrr. Var á Miklatúni í allan dag á sleða. Æði. Greyið þú að missa af þessu! !  !  !  :-). Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með :-). kve. hre

Hrefna (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 21:04

4 identicon

Hver deyr á réttu augnabliki ? En það er kannski gott að vita það svo ekki sé troðið á hausnum á mannni

Mamma (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 14:54

5 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Já já Helga mín ef ég vissi bara hvar að er.  Já Hrefna ég kemst kannski ekki á sleða en ég get örugglega fundið mér e-ð að gera annað hér í london.  Aðalheiður pósan er góð ;) Nei, mamma þetta snérist meira um staðsetninguna frekar en augnablikð.

Unnar Geir Unnarsson, 11.2.2008 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband