Dans dans

Jæja,

Við dönsuðum í allan gærdag og sátum svo og ræddum málin allt gærkvöld. Við þurftum nefnilega að bæta okkur upp tímann sem við urðum af þegar leikstjórinn okkar varð fyrir bíl. Hún er öll að koma til en er svolítð skökk þegar hún gengur. Ég komst að því að skólastjórinn okkar er bara venjulegur kall. Hann hefur verið að vinna með okkur síðustu daga og ísinn hefur bráðnað töluvert. Ég er meira að segja farinn að þora segja brandara, honum finnst ég voða fyndinn.

Ég sá alveg voðalega slæmann söngleik á sunnudaginn. Allt sem þú getur gert/Anything you can do ég held að við áhorfendurnir hefðum geta gert betur. Þar með talinn þessi áttræða með hækjuna og bjórkrúsina. Je dúdda mía hvað það getur stundum verið óþægilegt að þurfa horfa á svona nokkuð. Maðurinn sem samdi verkið leikstýrði því og lék í því. Eitthvað sem ég gerði þegar ég var 14 ára. En í atvinnuleikhúsi gengur það ekki upp. Höfundurinn verður að geta sleppt tökunum á verkinu og treyst leikstjóranum til að vinna með það með gagnrýnum augum. Eitthvað sem t.d Felix Bergsson hefur gert með góðum árangri. Hvernig á svo að vera hægt að leikstýra sjálfum sér,sérstaklega í tveggja manna sýningu?

En næst set ég stefnuna á stóru leikhúsin, nóg komið af tilrauna verkum í bili. Verst er að ég man aldrei eftir að panta mér miða fyrr svo nálægt helgi að miðarnir kosta milljón eða meira. 

En þarf ég að yoga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvaða grobb er nú þetta .þó þú hafir samið leikrit 14 ára sett upp og farið með það til Noregs geri aðrir betur

Mamma (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 10:01

2 identicon

LjónLjón: Þú getur ekki haldið þig frá einhverju sem er stranglega bannað. Allir þurfa endrum og eins að fá að vera óþekkir, og nú er þinn tími kominn.
Leyfi frá stjörnuspánni að sleppa þér algjörlega í þessum skóla :)
 bestu kveðjur úr sveitinni
(stóra) litla systir

Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 13:40

3 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Hell Ye Hildur

Hver er að grobba sig...Bogga mín

Unnar Geir Unnarsson, 13.8.2008 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband