Dreymir þig Geir H. Haarde?

Ég las í því merka dagblaði Sun eða sól í dag að sú fræga manneskja sem flesta dreymir martraðir um er söngfuglinn Amy Winehouse eða Anna Vínhús. Eitthvað sem ég get vel skilið, það ómögulegt að vita hvað hún geymir í hárkollunni. Í öðru sæti var Marilyn Manson eða Margeir Mannssonur , enda er það tilgangur hans að vekja óhug fólks með útliti sínu. En það sem mér fannst merkilegast var að í þriðja sæti yfir þá frægu manneskju sem heimsækir breta í martröðum þeirra sat forsætisráðherrann, Gordon Brown eða Goggi Brúni. Hvað gerir hann eiginlega í martröðunum drepur fólk úr leiðindum, fyllir það svo miklum efasemdum um framtíðina að fólk bara missir það? Ég veit það ekki. En út frá þessari merku grein datt mér í hug hvort íslendinga dreymdi sinn forsætisráðherra Geir H. Haarde eða Gay How Ha de bra. Hann er nú ósköp góður maður og rólegur. En hann syngur stundum O, sole mio. Kannski læðist hann inn í draumaheim saklaus draumórafólks og hefur upp raust sína. Háa c-ið er það sem fer með flesta.

Góða nótt...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Drengur þó! Nú þori ég ekki að fara að sofa...

Agnes (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 06:20

2 identicon

það fer að koma nýr borgarstjóri í henni reykjavík það veldur sjálfsagt einhverjum martröðum

Mamma (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 09:24

3 identicon

Mér finnst þýðingarnar ansi góðar hjá þér. 

Hvenær er aftur fríið í nóv. Nú þarf að fara að skipuleggja

kv Ída

Ída (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 18:59

4 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Já þetta er svona í andrésar andar blaða stíl emm fríið er 3 og 4 nóv sem er öðru hvoru meginn við helgi.

Unnar Geir Unnarsson, 14.8.2008 kl. 20:09

5 identicon

Ég er svo illa haldin af hugmyndaleysi að ég fæ ekki einu sinni martraðir

Helga E. (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband