Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
Hvað segir þú?
22.12.2007 | 16:25
Sko, Ég setti upp skoðanna könnun hérna til vinstri, en það svara svo fáir;( Taka þátt fólk. Hver er jóla gjöfin í ár? 50% segja Kyntröll en 50% segja þú, aðeins tveir hafa tekið þátt þannig ekki er hægt að segja að þetta sé mjög spennandi. En það getur allt breyst með þáttöku þinni. Koma svo...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jólastressið myrt
22.12.2007 | 16:20
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Rigning og rok upp í kok...
19.12.2007 | 12:50
Nei, nei þetta er bara hressandi eftir blíðuna í london. Ég rölti um miðbæinn með Hrefnu vinkonu minni í gær og mundi þá að það er margt sem ég hef ekki sagt ykkur frá. Til dæmis eftirbrennslu annirinar. Þannig er þetta nefnilega í ASAD, að eftir önnina er sest niður og hver og einn fær að segja sitt. Áður höfum við öll skilað skýrslu um hvern og einn kennara. Ég sagði bara nákvæmlega það sem eg hef sagt hér á bloginu, þó ég orðaði það öðru vísi. Svona til að reyna að vera almennilegur. En endaði á því að eftirbrenna sjálfan mig. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég hef verið efnilegur í annsi mörg ár. Sýnt merki um að með þjálfun og ástundun gæti ég orðið nokkuð góður í þessu eða hinu. Þetta hefur alltaf hrætt mig, hvað ef ég er bara efnilegur, ef ég verð ekkert betri en ég er nú þegar? Og til að þurfa ekki að svara þessum spurningum hef ég snúið mér að einhverju öðru. Oftar en ekki er ástæðan fyrir brotthvarfi mínu allt mögulegt og ómögulegt annað en ég. Heimurinn allur er á móti mér! Grenj grenj... Ómeðvitað var ég alltaf að leita að ástæðu til að hætta, koma heim og segja: Jæja, ég reyndi en þetta var bara svo skrítinn skóli. En ég ætla ekkert að hætta, ég ætla að klára og útskrifast með stæl. Fyrir mig og verða eins góður listamaður og ég frekast get orðið. Og hana nú og helvíti. Skólastjórinn sagði að þetta væri besta eftirbrennsla fyrsta árs nema sem hann hafði heyrt, það væri ekkert sem hann vildi bæta við. Nema að ég mæti neita leikstjórum um að vera í verkunum þeirra. Algjör óþarfi að þræla sér algjörlega út, og hann hlakkaði til að vinna með mér í framtíðinni. Ég hefði unnið vel þessa önn og hann bað mig um að gefast ekki upp á skólanum. Þetta væri einn besti leiklistar skóli í heiminum, það kenndi enginn það sem þau kenndu. Ef það er eitthvað sem þú þarft að ræða, þá skrifstofan alltaf opinn.
Ókei, ég hélt að ég væri eins og rjúpan að rembast við staurinn, og engin tæki eftir því sem ég væri að gera. En heldur betur ekki. Ég get núna hætt að vera alltaf að sanna mig, og núna get ég farið að slappa af í hausnum á mér. Hætt að pirra mig á samnemendum mínu og farið að læra eins og maður.
Ég fór í kveðju partí hjá MIKA, nei ekki þeim Mika heldur Mika samleiganda Chris (Hún er pólsk stelpa ekki Chris heldur Mika). Chris er sá sem ég ætla að leiga hjá. Við Chris komum beint af lokasýningu í standandi breskt partí. Allir voða hressir, ég komst að því að það merkilegasta við mig er að ég er íslenskur og ég er óperusöngvari. Ég er reyndar ekki óperusöngvari, en hvað með það. Þarna var ungur vel skapaður drengur sem gat sleikt á sér olnbogann. Frekar spes. Hann gat líka gert einhverja svona yoga jafnvægisæfingu. Halló, halló sagði einhver yoga? Þarna var minn maður á heimavelli. Ég skoraði þann vel skapaða á hólm, og yoga einvígið hófst. Fyrst varð ég að endurtaka æfinguna sem hann hafði gert. En þá var komið að mér. Ég skellti mér í herðastand, setti fæturna í lotus-stöðu og beygði þær yfir höfuðið alveg niður á gólf. Ta tamm! Ég vann, hann gat ekki einu sinni jafnað metin. Daginn eftir þakkaði Chris mér fyrir að lækka rostann í þeim kokhrausta, því venjulega hættir hann ekki að sýna listir sínar. En þetta kvöld gátu allir bretarnir drukkið í friði fyrir yoga-fríkinu. Þökk sé íslenska óperusöngvaranum. Það sem þau ekki vissu var að ég vaknaði daginn eftir með hálsríg dauðans. Það var með herkjum að ég kæmist fram úr, hvað þá í fötin. En það var nú ekkert sem verkjalyf ekki gátu lagað. Kannski var það þess vegna sem ég gleymdi að syngja í miðju lagi á tónleikunum um kvöldi?
Í rigningu ég syng jólalög.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Komin Heim
18.12.2007 | 14:47
Jæja, Kominn hem og allt er gott. Nema það er enginn snjór, ég vil hvít jól. AAhh, en ekki þýðir að væla yfir því. Flugið var fínt fyrir utan nokkra fulla íslendinga, en með eyrnatappa og klassísku stöðina í botni var ég í mínum eiginn heimi. Það eina sem hélt fyrir mér vöku var flugþjónninn, sem endilega vildi að ég borðaði, drykki kaffi og verslaði i duty frí. Veit ekki af hverju það er lögð svona mikil áhersla er á þessa hluti. Ég tala nú ekki um þegar fólk er steinsofandi um miðja nótt.
En nú er ég búin að rista mér brauð, það var eini maturinn sem ég saknaði, og ætla að rölta um bæinn með Hrefnu vinkonu.
Sé ykkur,
Bless bless
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Önnin á enda
17.12.2007 | 11:04
Jæja, loks er önninni lokið. Loksins. Henni lauk í gær með jólatónleikum. Þetta var venjulegur ASAD dagur, við mætum kl. 11 til að rífa niður leikmynd, sem notuð var í útskriftar verki eins leikstjórans(Ég keyrði hljóðið á sýningunni sem stóð til 23.). Og svo hófust æfingar, eftir æfingaringar var keyrt í gegnum allt prógrammið. 10 mín. seinna var svo sýning. Kosturinn við þetta kerfi að maður verður ekkert stressaður, það bara ekki tími til þess. Ókosturinn er að maður ruglast svolítið í ríminu og veit ekki alltaf hvað er upphaf og endir. Ég söng Caro mio ben (Með nýju röddinni, já ég er komin með nýa óperurödd (Svona fullorðins rödd.)) og White Christmas. Ég hef sungið bæði áður og gekk vel, þó ég gleymdi að syngja á tímabili. Ég var svo mikið að leika, sjáiði til.
Eftir tónleikana var svo partí. En fyrst þurftum við þó að rífa niður sætaraðirnar, og stilla upp borðum og smyrja samlokur og skreyta og stilla upp hljóðgræjum og sitt hvað fleira. Alltaf stuð í ASAD. Ég steig á stokk og talaði um hversu sértök við erum sem komum frá íslandi, kannski óþarfi að nefna það, en það var fyndið. Svíarnir skemmtu líka en þeirra grín var á sænsku, þannig það fór bæði ofan garðs og neðan.
En nú er ég á leiðini heim. Búin að tékka mig út, og mæting út á völl kl 5. Þannig nú hef ég smá tíma til að dunda mér. Ætla að kíkja einu sinni enn á Oxford street, ég á nefnilega eftir að kaupa gjöf fyrir Aðalheiði. Annars er allt til nema jólakortin. Ég skrifa þau nú bara seinna. ;)
Lifið heil sé ykkur á íslandi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tveir moguleikar
9.12.2007 | 19:27
Hlynur Gaut a thessa sogu, a mjog vel vid.
Jerry er yfirmaður á veitingastað í Bandaríkjunum. Hann er alltaf í góðu skapi og hefur alltaf eitthvað jákvætt að segja. Þegar hann er spurður hvernig hann fari að þessu svarar hann alltaf: "Ef ég gerði þetta betur þá væri ég tvöfaldur".
Margir af þjónunum hans sögðu upp starfinu sínu þegar Jerry skipti um vinnustað og eltu hann á nýja veitingastaðinn. Hann er frábær í að hvetja fólk segja þeir, og þegar einhver starfsmaður átti slæman dag kom Jerry alltaf og sagði þeim hvernig þeir ættu að horfa á björtu hliðarnar á öllu.
Ég varð soldið forvitinn og vildi sjá hvernig þetta gengi fyrir sig. Ég talaði við Jerry og spurði hann hvernig hann færi að þessu? Jerry
svaraði: "Á hverjum morgni þá vakna ég og segi við sjálfan mig, ég á 2 möguleika í dag, ég get valið að vera í fúlu skapi, og ég get valið að vera í góðu skapi, ég vel alltaf að vera í góðu skapi. Alltaf þegar eitthvað slæmt gerist þá get ég valið að vera annaðhvort fórnarlamb, eða ég get lært af þessu, ég vel alltaf að læra af mistökunum. Alltaf þegar einhver kvartar við mig þá get ég valið að sætta mig við það eða að vera jákvæður og horft á kvörtunina frá jákvæðu hliðinni, ég vel alltaf að horfa á kvörtunina frá jákvæðu hliðinni.
Mörgum árum síðar þá heyrði ég að Jerry hafi gert svolítið sem enginn veitingahúsa eigandi í Bandaríkjunum á að gera, það er að skilja bakdyrnar að veitingastaðnum eftir opnar, það ruddust 3 vopnaðir menn inn í eldhúsið hjá honum og rændu hann, þeir miðuðu byssum á Jerry og heimtuðu að hann opnaði peningaskápinn, en Jerry var dauðhræddur og átti erfitt með að muna talnaröðina, og í látunum skutu mennirnir Jerry. Til allrar hamingju fannst Jerry fljótlega þar sem hann lá í blóði sínu og var sendur á sjúkrahús í snarhasti. Eftir 18 tíma aðgerð og margra vikna meðferð var Jerry sendur heim, en samt með nokkrar byssukúlur enn í líkamanum.
Ég hitti Jerry ca 6 mánuðum eftir árásina. Þegar ég spurði Jerry hvernig hann hefði það svaraði hann: "Ef ég hefði það betra þá væri ég tvöfaldur, viltu sjá örin?" Ég afþakkaði. "Það fyrsta sem flaug í huga mér þegar ég var skotinn var að ég hefði átt að loka bakdyrunum", sagði Jerry, "en svo mundi ég að ég hafði 2 möguleika, ég gæti valið að lifa eða að ég gæti valið að deyja, ég valdi að lifa".
Varstu ekki hræddur? spurði ég. "Læknarnir voru góðir, þeir sögðu mér að ég myndi ná mér, en þegar þeir rúlluðu mér inn á skurðarstofuna þá sá ég í andlitum þeirra að þeir hugsuðu "hann er dauðans matur", þá varð ég verulega hræddur og vissi að ég þyrfti að taka til minna ráða". Hvað gerðir þú? spurði ég. Það var þarna stór og mikil hjúkrunarkona sem var alltaf að kalla einhverjar spurningar til mín, sagði Jerry, Hún spurði t.d. hvort ég væri með ofnæmi fyrir einhverju, "já" sagði ég. Læknarnir og hjúkrunarfólkið hætti öllu og beið eftir að ég héldi fram. Ég dró djúpt andann og svaraði "byssukúlum". Þau hlógu en ég sagði þeim að ég hefði valið að lifa. "Verið svo góð að vinna með mig sem ég væri lifandi en ekki dauður". Jerry lifði af vegna þess að læknaliðið gerði frábæra hluti, og vegna hans frábæru lífssýnar.
Ég lærði af Jerry að á hverjum degi þá getur maður valið að njóta lífsins, eða að hata það. Það eina sem er án efa þitt, og enginn getur tekið frá þér er þitt viðhorf og þín afstaða til lífsins. Og ef þú passar upp á þetta og hlúir að því þá mun allt í lífinu verða auðveldara.
Takk, Hlynur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur
9.12.2007 | 17:48
Jæja, það kom að því. Í dag á ég frí. Ég hef verið á fullu alla daga núna síðustu tvær vikur. Þá meina ég á fullu, það hefur ekki verið tími til að gera eitt eða neitt. Og svona er þetta víst í lok hverjar annar, sem þýði 4 sinnum á ári. Ég er ekki viss um að þetta sé nú alveg málið. Því mest allur tíminn fer í að bera hluti fram og til baka, eða þrífa eða taka við leiðbeiningum frá öðrum nemendum sem oftar en ekki vita minna en þú sjálfur. Eins og gefur að skilja er þetta annsi þreytandi. Því svo þegar kemur að sjálfu náminu, er maður svo útkeyrður að gera sitt besta víkur fyrir að bara lifa kennslu stundina af. Ég er ekki að gefast upp á að læra leiklist og leikstjórn, langt því frá. En þetta rugl er ekki eina leiðin til að ná því markmiði. Aðrir skólar eru í boði. Ég er tilbúin að leggja mikið á mig og vinna mikið, en það verður að vera skýr tilgangur með erfiðinu. Síðasta sunnudag var til dæmis skólinn þrifinn hátt og lágt, af nemendunum sjálfum. Mér var úthlutað dansstudoinu, sem var allt í lagi ég náði bara í útvarp og skemmti mér ágætlega. Þar til gaddfreðna fuglahræðan kom og sagði að ég mætti ekki hlusta á tónlist. Þá gæti ég bara gleymt mér og farið að hugsa um eitthvað annað. Nú nú, má maður sem sagt ekki hafa gaman af því að þrífa spurði ég. Þú getur notið hvers sem er, þú getur notið þess að þjást ef þú vilt. Ég get ekki notið þess að vera hérna einn í þögn að þrífa. Getur það ekki? spurði hún og horfði á mig eins og ég væri sá heimskasti slefandi hálfviti sem hún hafði séð. Ok, ég skal slökkva á útvarpinu og hugsa um þetta, farðu bara fram. Um kvöldið æfðum við til miðnættis og sú gaddfreðna leikstýrði. Ég lék fullan kúreka sem hékk fram á borðið og drakk. Í lok æfingar sagði hún já Úna þú varst örugglega fínn ég fylgist eiginlega ekkert með þér. Frábært, ég er búinn að sitja hér í tvo tíma og þetta eru leiðbeiningarnar sem þú skilur eftir handa mér. Megir þú brenna í helvíti og allt þitt fólk! Á föstudagskvöldinu eftir prófin sem eru þannig uppbyggð að við sýnum bestu verk annarinnar, tvisvar. Fyrst aðeins fyrir kennarana og svo fyrir almenning. Við vorum að ganga frá og allir mjög glaðir. Allt gekk mjög vel og ég hlakkaði til að fara heim kveðja herbergis félagana mína og eiga tveggja dag frí. Þá kemur fuglhræðan og segir mér að við eigum að sýna eitt verkið aftur kl.11 morguninn eftir á opnum degi. Opnum degi ég vissi ekki einu sinni að það væri opinn dagur. Þú þarft ekkert að vita það, þú ert dagnemi. Þetta er nú svolítið stuttur fyrirvari, ég hafði nú hugsð mér að gera eitthvað annað á morgun en að koma hingað. Við vorum nú bara að ákveða þetta áðan, og hvað ætlar þú svo sem að gera á morgun? Eiga frídag. Hvað er það? Að gera það sem ég vil gera. Sko, einmitt þú hefur ekkert betra að gera. Þarna missti ég mig, og byrsti mig og lét hana heyra það. En hún skilur ekkert þessi blessaða manneskja, því að þjást er hennar stóra ást í lífinu. Og hennar hamingja er að þjást sem mest. Ég hins vegar lifi ekki á þjáningu, mig langar að líða vel og mín verk verða að hafa tilgang.
En þrátt fyrir allt þetta þá er ég að læra heilmikið. Ég þekki bæði minn hugarheim og líkama miklu betur nú heldur en fyrir 3 mánuðum. Ég hef gert hluti sem ég hélt að ég gæti aldrei gert og hef öðlast sjáftraustið aftur og fullvissuna um að ég get gert allt það sem ég hef talað um í svo mörg ár. En samt eru jákvæðu punktarnir ekki nógu margir til að ég sé tilbúin að gleypa við öllu hinu ruglinu.
Ég er einn í herberginu mínu núna, og ef guð lofar, einn fram að jólum. Það æðislegt að vera í sínu eigin herbergi og ekki eiga von á að einn af þremur herbergis félögum þínum labbi inn á hverri stundu. Ég er kominn með herbergi til leigu eftir áramót, Cris skólafélagi minn er að fara leiga út herbergi hjá sér. Nálægt skólanum, björt og flott íbúð með svölum og allt.
Annar í aðventu, stutt í jólin. Stutt þangað til ég kem heim eða miðnætti 17. des austur 24. des. suður aftur 3.jan. og london 6. jan.
Ekki hafa áhyggjur, ég góður. Ég bara nenni ekki að standa í einhverju svona rugli.
Sæl að sinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Uppgefinn
8.12.2007 | 20:47
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Blogg a laugardaginn
3.12.2007 | 13:52
Elskurnar minar eg lofa ad blogga a laugardaginn, tha a eg fri. Eg var i skolanum alla helgina og til 12 oll kvold sidustu viku og thad verdur eitthvad alika gafulegt thessa viku. En laugardagur til lukku...
Blessi bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)